UNiO er ný stafræn markaðsstofa sem var stofnuð nýlega. Þótt UNiO sé nýtt nafn á markaðinum byggir stofan á traustum grunni. Hjá UNiO starfa fjórir sérfræðingar með sameiginlega áratuga reynslu í stafrænni markaðssetningu, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum.
,,Stafrænn markaður hefur aldrei verið jafn kvikur og samkeppnin jafn hörð og í dag. Fyrirtæki, stór sem smá, þurfa að nýta öll tiltæk tól til að tryggja að þau nái til réttu markhópanna og standi sterk í þeirri grósku sem nú ríkir á markaðnum. Þar kemur UNiO inn sem ný stafræn markaðsstofa sem leggur áherslu á árangur, einfaldleika og gagnadrifna nálgun,“ segir Jón Gísli Ström, framkvæmdastjóri UNiO.
Hann segir að teymið hjá UNiO sameini djúpa þekkingu á helstu auglýsingakerfum, neytendahegðun og stefnumótandi markaðsráðgjöf. ,,Reynslan hefur sýnt að það sem virkar í dag er ekki endilega það sem virkar á morgun og að stöðug aðlögun og greining sé lykillinn að árangri.“
UNiO býður upp á heildstæðar stafrænar þjónustur, allt frá auglýsingum á Meta, TikTok og Google Ads yfir í umsjón samfélagsmiðla og framleiðslu á markaðsefni. Sérstaklega er lögð áhersla á að þjónusta netverslanir og minni fyrirtæki sem vilja hámarka árangur án þess að tapa fókus eða fjármagni.
,,Sérstaðan liggur í því að bjóða þjónustupakka sem sameina auglýsingastjórnun og djúpa greiningu á hegðun notenda. Þannig fá fyrirtæki ekki aðeins auglýsingar sem skila árangri heldur líka innsýn sem hjálpar þeim að skilja betur viðskiptavini sína og taka upplýstari ákvarðanir. Hjá UNiO er markmiðið einfalt, að hjálpa fyrirtækjum að taka næstu skref í sinni vegferð. Við leggjum mikla áherslu á gagnadrifna ákvarðanatöku og sérsniðnar lausnir sem skila raunverulegum árangri. Fyrir okkur er árangur ekki einungis mældur í smellum og fjölda birtinga heldur í raunverulegu virði fyrir viðskiptavinina,“ segir Jón Gísli.
UNiO vinnur nú þegar með fjölbreyttum hópi fyrirtækja og hefur sýnt fram á mælanlegan árangur í að efla sýnileika, auka sölu og styrkja vörumerkjavitund. ,,Með sameiginlegri reynslu, víðtækri þekkingu og skýrri sýn hefur stofan sett sér það markmið að vera traustur samstarfsaðili fyrir fyrirtæki sem vilja vaxa í gegnum stafrænar lausnir.“