Tilkynnt var um vinnuslys í hverfi 105 í Reykjavík í dag. Maður datt úr tveggja metra háum stiga. Kvartaði hann undan verk í brjósti og var fluttur á bráðamóttökuna til skoðunar.
Frá þessu greinir í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að maður hafi verið handtekinn í miðbænum fyrir húsbrot. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.
Tilkynnt var um bílþjófnað í Garðabæ. Er þar um að ræða hvítan Volvo, árgerð 2014.