fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. september 2025 06:30

Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp. Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, meðal annars smærri gröfum. 

Arnar Logi er þekktur fyrir að láta verkin tala og nokkrum mánuðum síðar var bleika grafan komin til landsins. Uppboðið hófst 1. september og stendur allan mánuðinn. Sá sem á hæsta boð í lok dags 30. september eignast gröfuna einstöku og fær hana afhenta í byrjun október, við upphaf árveknisátaksins Bleiku slaufunnar þetta árið. Hver einasta króna fer til Bleiku slaufunnar.

„Uppboðið hefur farið ótrúlega vel af stað og það hefur verið gaman að sjá hversu margir hafa tekið þátt og fylgjast með tölunni hækka,“ segir Arnar Logi. Hann segist í upphafi hafa sett markið á að safna yfir milljón króna með uppboðinu. „Nú lítur allt út fyrir að því markmiði verði náð og gott betur.“

Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals

Grafan bleika er af gerðinni HT-10 sem er langvinsælasta vélin hjá Ljárdal. HT-vélarnar eru framleiddar í Kína og hafa reynst mjög vel hér á landi til margvíslegra smærri verka, svo sem  í garðinum eða við sumarbústaðinn. „Hún er nett, aðeins eitt tonn að þyngd, en lipur og snör í snúningum,“ segir Arnar um HT-10. „Ég kalla hana dugnaðarforkinn okkar.“

Fyrirtækið Ljárdalur var stofnað í september 2023 og fagnar nú tveggja ára afmæli. „Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar og við höfum afhent tæplega 200 vélar af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Arnar Logi sem segist leggja sig fram við að veita öllum framúrskarandi þjónustu.

Kílómarkaður á gröfum 

„Til að gefa til baka og þakka fyrir okkur ákváðum við að fara af stað með uppboðið á bleiku vélinni,“ segir Arnar Logi. En hann lætur ekki aðeins þar við sitja. 

„1.000 krónur kílóið er búið að blunda í okkur lengi,“ segir hann um nýjasta útspilið og útskýrir frekar: „Með styrkingu krónunnar og frábærum afmæliskjörum frá verksmiðjunni okkar getum við boðið viðskiptavinum að kaupa gröfur sem eru frá 1 upp í 2 tonn á 1.000 krónur kílóið!“ Verðið er án VSK. Á kílómarkaði þessum fæst 690.000 króna afsláttur af HT20 gröfunni. „Verðbólga hvað!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu