fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. september 2025 08:30

Lucy Letby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Guðjónsson, prófessor emeritus í réttarsálfræði við Kings College-háskólann í London og sérfræðingur í fölskum játningum, segir að handskrifaðir miðar með ýmsum sjálfsásökunum, sem hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby hafði í fórum sínum, séu óáreiðanlegt sönnunargagn um játningu eða saknæman ásetning og að taka hefði þá átt með miklum fyrirvara.

Þetta kemur fram í frétt The Sunday Times um málið en Letby hlaut fimmtánfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða sjö börn á Countess of Chester-sjúkrahúsinu árin 2015 og 2016. Þá var hún einnig sakfelld fyrir tilraun til manndráps gagnvart sex öðrum börnum.

Málið gegn Letby er eitt umtalaðasta sakamál síðari tíma í Bretlandi. Undanfarið hafa þó komið fram háværar raddir um að Letby sé saklaus af glæpum sínum. Á dögunum freistuðu verjendur hennar að fá málið endurupptekið en því var synjað.

Eitt af mikilvægari sönnunargögnum gegn Letby voru handskrifaðar miðar þar sem hún virtist meðal annars gefa í skyn að hún væri sek í málinu. Aðrir sambærilegir miðar bentu hins vegar til sakleysis hennar.

Morgunblaðið fjallar um málið og í viðtali segir Gísli að Letby hafi skrifað miðana því henni hafi liðið illa vegna málsins.

„Þetta notaði saksóknari sem játningar fyrir dómi og var aldrei neitt sett út á það, þetta var bara tekið gilt,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann hefur átt þátt í að hrekja fjölda játninga í ýmsum sakamálum og rifjar Morgunblaðið meðal annars upp mál Oliver Campbell, greindarskerts manns sem sat inni þriðjung ævi sinnar vegna manndráps í kjölfar ráns í London. Gísli sýndi hins vegar fram á að lögregla hefði þvingað fram játningu greindarskerts manns og var hann því sýknaður í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni