Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Í frétt blaðsins segir að umrædd ummæli Úlfars hafi fallið þann 24. janúar 2024 þar sem hann lýsti því meðal annars að hending réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærunum.
Í fréttinni voru nafngreind tíu flugfélög sem ekki vildu skila farþegalistum til yfirvalda og sagði í bréfi Hauks, samkvæmt frétt Morgunblaðsins, að það væri litið sérstaklega alvarlegum augum að tiltekin flugfélög hafi verið nefnd í þessu samhengi.
Samkvæmt bréfi Hauks, sem Morgunblaðið vitnar til, sagði hann mikilvægt að veittar verði réttar og nákvæmar upplýsingar á opinberum vettvangi og að þess verði sérstaklega gætt að gefa ekki upp opinberlega viðkvæmar upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á löggæsluháttsemi.
Sem kunnugt er hætti Úlfar sem lögreglustjóri á dögunum eftir að honum var tilkynnt að til stæði að auglýsa stöðu hans.