fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. maí 2025 19:00

Húsið er afar þétt upp við fjölbýlishús við Árskóga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni græna gímaldsins svokallaða, verslunar- og skrifstofuhús, við Álfabakka 2a í Breiðholti var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn. 

Undir lið 23 á fundinum kemur fram að á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsnæðinu þannig að:

„breytingar verða á rýmisnúmerum, kjötvinnsla minnkar og gerðar eru smávægilegar breytingar á innra skipulagi 1. hæðar.“

Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025. Umsögn skipulagsfulltrúa, sem fylgir með í fundargerð á vef borgarinnar, var samþykkt. 

Fundargerðin er 4 bls. Og undir hana ritar fyrir hönd skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Borghildur Sölvey Sturludóttir, sem er deildastjóri deiliskipulagsáætlana.

Farið er yfir aðal- og deiliskipulag sem eru í gildi, breytingar á útgefnu byggingarleyfi, umsögn og að lokum niðurstöðu. Það er niðurstaðan og þá helst lokaorð hennar sem eru athyglisverð og ansi afgerandi um álit Borghildar á byggingunni. 

Niðurstaðan er svohljóðandi:

„Með hliðsjón af stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 um landnotkun í Suður-Mjódd er ljóst að heimild er til staðar á lóðinni nr. 2A við Álfabakka fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi og annarri hreinlegri atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi viðkomandi miðsvæðis. 

Kjötvinnsla sem veldur óverulegum umhverfisáhrifum og annar sambærilegur þrifalegur iðnaður, á takmörkuðum hluta viðkomandi svæðis og/eða hluta viðkomandi byggingar, er talin geta samræmst gildandi heimildum Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, sbr. umfjöllun hér að framan, enda skrifstofur, verslun og þjónusta klárlega ráðandi landnotkun og meginstarfsemi á umræddu svæði. 

Með hliðsjón af öllu framangreindu telur skipulagsfulltrúi að fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu við Álfabakka 2A, sem fela m.a. í sér netverslun og minnkun á þegar samþykktri kjötvinnslu, sé óveruleg og sé því í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir á svæðinu. Rétt er að geta þess að kjötvinnsla er óverulegur hluti af þeirri starfsemi sem er á miðsvæði M12 og aðeins lítill hluti af þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu og er því talin samræmast gildandi ákvæðum aðalskipulags og deiliskipulags.“ 

Niðurstaðan er svo botnuð með tveimur málsgreinum sem verða að teljast lýsa ansi persónulegri og afgerandi skoðun á byggingunni: 

„Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi – löggjöfin spyr hvorki um fagurfræði né samhengi. Það er því sorgleg staðreynd að þeir sem fara með völd, fjármagn og fyrirferðamikinn rekstur skuli ekki sýna frekari metnað í uppbyggingu á miðsvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Fagurfræði er ekki smekkur – fagurfræði er samhengi – og þessa byggingu skortir slíkt.“

Umsögn skipulagsfulltrúa – Álfabakki 2A_4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Í gær

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“
Fréttir
Í gær

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“