fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. maí 2025 20:30

Málið var tilkynnt fyrir um viku síðan. Myndin tengist frétt ekki beint. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflífa þurfti tvö hross eftir heimsókn eftirlitsfólks Matvælastofnunar á sveitabæ í Hornafirði fyrir um viku síðan. Að sögn yfirdýralæknis er aflífun beitt þegar ástand dýra er orðið þannig að ekki sé talið hægt að bjarga þeim.

Matvælastofnun (MAST) fékk tilkynningu um slæman aðbúnað dýra á sveitabænum fyrir um viku síðan. En eigendur býlisins eru fólk í kringum fertugt.

Ákveðið var að aflífa þyrfti tvö hross sem voru illa haldin og höfðu ekki farið úr húsi í meira en ár. Þá voru eigendum einnig fyrirskipað að gera aðstæður dýra betri og búist er við að MAST beiti þá sektum.

Alvarlegustu málin til lögreglu

„Ef við komum á stað þar sem veikindi eða ástand dýra er talið það slæmt að það sé  ekki hægt að fá meðferð eða lækningu þá getum við þurft að grípa til aðgerða með tilliti til dýravelferðarsjónarmiða,“ segir Þóra Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá MAST. Segist hún ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál hins vegar.

„Ef brot á velferð dýrs mál telst alvarlegt þá er alltaf metið hvort beitt skuli stjórnvaldssektum, og það er í raun ávallt metið ef dýr hefur liðið sársauka, þjáningu eða skaða. Þá er horft til alvarleika brots, varanleika, fjölda dýra, brotavilja, samstarfsvilja umráðamanns og ef um endurtekin brot er að ræða meðal annars. Ef brot eru mjög alvarleg ber Matvælastofnun að kæra til lögreglu,“ segir Þóra.

Sektirnar sem MAST getur beitt eru allt að einni milljón króna. En fimm milljónir ef um er að ræða hagnaðarbrot. Höfða þarf dómsmál til þess að geta knúið fram bann við dýrahaldi.

Ýmis tól

Aðspurð um eftirlit MAST á stöðum þar sem upp hefur komist að ekki sé farið vel með dýr segir Þóra að stofnunin viðhafi áhættumiðað eftirlit.

„Ef við verðum þess vör að dýrahald sé ekki með eðlilegum hætti þá myndi það flokkast sem aukna áhættu. Þá verður viðhaft aukið eftirlit,“ segir hún. „Ef aðbúnaði eða umhirðu er ábótavant og umráðamaður bregst ekki við til að bæta úr þá beitum við þeim þvingunum sem lögin heimila okkur til að knýja fram úrbætur sem getur verið dagsektir, að vinna úrbætur á kostnað eiganda, stöðvun starfsemi, fer allt eftir eðli máls hverju við beitum. Það er til að knýja fram úrbætur sem þola bið. Ef að þær þola ekki bið, það er að líf og heilsa dýrs sé í húfi, þá getum við beitt vörslusviptingu án tafar til að reyna að koma dýrum til hjálpar. Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim, út frá velferðarsjónarmiðum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“