fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 17:59

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nógu hefur verið að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi en meðal annars þurfti hún að hafa afskipti af einstaklingi sem truflaði störf Neyðarlínunnar og Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra.

Í dagbók lögreglunnar segir að meðal verkefna á lögreglustöð 1, sem sér um löggæslu á Seltjarnarnesi og mið-, vestur- og austurbæ Reykjavíkur, hafi verið óskað var aðstoðar lögreglu vegna aðila sem komið hafi inn í húsnæði fyrirtækis og haft í hótunum við starfsfólk og hafi því verið brugðið og það óttaslegið. Er lögregla hafi komið á vettvang hafi einstaklingurinn verið farinn en vitað sé hver viðkomandi er og málið sé í rannsókn. Einnig kemur fram að óskað hafi verið aðstoðar lögreglu vegna fundar á byssuskoti á leikvelli. Byssuskotið hafi verið haldlagt. Um þá truflun sem getið var um í upphafi þessarar fréttar segir í tilkynningunni:

„Lögregla hafði afskipti af einstaklingi sem hafði truflandi áhrif á starfsemi Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Háttsemi einstaklingsins slík að hún var farin að valda truflunum á fjarskiptum en slíkt er bannað með lögum.“

Í hverju þessi truflun fólst og hver háttsemi viðkomandi var kemur hins vegar ekki fram í tilkynningunni.

Í tveimur tilfellum þurfti lögreglan að stöðva hávaðasamar framkvæmdir á grundvelli þess að þær eru bannaðar á helgidögum. Meðal annarra verkefna var síðan að óskað var aðstoðar við sundlaug þar sem tilkynnt var um aðila sem köstuðu grjóti yfir girðingu en grjótið hafi hafnaði nærri sundlaugargestum ofan í sundlauginni. Aðilarnir hafi hins vegar verið farnir þegar lögregla kom á vettvang.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg