fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Margir eiga von á sekt eftir að lögregla var með eftirlit í Breiðholti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Full ástæða er til að minna þá ökumenn á sem eiga leið um Austurberg í Reykjavík að draga úr hraðanum,” segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu á Facebook-síðu sinni.

Lögregla var við hraðamælingar þar fyrr í vikunni, á móts við íþróttasvæði Leiknis, var brothlutfallið 58%, en leyfður hámarkshraði í Austurbergi er 30. Þá var meðalhraði hinna brotlegu 47 km/klst þegar 92 af 160 ökumönnum voru staðnir að hraðakstri.

Sá sem hraðast ók mældist á 72, en viðkomandi á yfir höfði sér 90 þúsund króna sekt og sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði. Einn til viðbótar ók litlu hægar, eða á 67, og bíður einnig sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði.

„Þess má enn fremur geta að við hraðamælingar í Austurbergi síðastliðið haust var brotahlutfallið líka 58%, sem telst mjög hátt. Þá var sömuleiðis einn sviptur ökuréttindum vegna hraðaksturs. Við Austurberg er mikið um gangandi og hjólandi vegfarendur enda er bæði grunnskóli og fjölbrautaskóli við götuna, auk íþróttahúss og sundlaugar,“ segir lögregla og bætir við að lokum:

„Lögreglan minnir ökumenn á að fara varlega, sýna tillitssemi og virða hámarkshraða. Það á alltaf við, en hraðakstur á sér stað, því miður, alls staður í umdæminu árið um kring og því þarf að breyta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“