fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Mátti bara nefna einn kvilla hjá heimilislækni – „Á ég sjálf að ákveða hvað er alvarlegast af þeim kvillum sem mig hrjá?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. mars 2025 16:00

Læknar vilja oft fá kvillana skrifaða niður á blað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona greinir frá því á samfélagsmiðlinum Reddit að hún hafi aðeins mátt nefna einn kvilla þegar hún átti tíma hjá heimilislækninum sínum síðast. Bróðir hennar segi svipaða sögu, hann hafi aðeins mátt nefna tvo kvilla í viðtali hjá heimilislækni. Hann þyrfti að panta annan tíma fyrir aðra kvilla.

„Ég fæ þetta ekki til að meika sens: á ég að bíða í marga mánuði eftir tíma í hvert skipti, nefna bara eitt eða tvö af einkennunum í hverjum tíma, og vona að læknirinn fatti það ef þetta eru allt einkenni sama sjúkdóms þegar ég er loksins búin að segja frá þeim öllum?“ spyr konan. „ Á ég sjálf að ákveða hvað er alvarlegast af þeim kvillum sem mig hrjá?“

Grauta saman ólíkum málum

Fleiri segjast hafa lent í þessu eða þá hafa skilning á hvers vegna þetta sé gert.

„Minnir að læknirinn hafi ætlað að stoppa mig eftir einn kvilla en svo fór ég að bara spyrja út í eitthvað annað án þess vilja einhverja meðferð eða lyfseðil þannig það var í lagi,“ segir einn.

„Þó að ég hafi ekki lent í þessu sjálf þá meikar þetta alveg sense ef maður hugsar út í það.
Ef manneskja mætir með 5-6 hluti sem er að þá er ekki fræðilegur að læknir geti dílað við það allt á þeim tíma sem viðkomandi fær úthlutað. Það myndi bara leiða til enn þá meiri tafa,“ segir önnur.

„Það sem er verið að reyna að forðast er fólk sem biður um uppáskrift fyrir Wegovy, endurnýjun á ökuleyfisvottorði, skoðun á útbrotum og nýlega snúnum ökkla allt í einu. Þetta eru allt mismunandi „vandamál“ frekar en einkenni og eru ekki birtingarmynd eins sjúkdóms,“ segir sá þriðji.

Lítill tími og fáir læknar

Á meðal þeirra sem blandar sér í umræðuna er heimilislæknir. Útskýrir hann málið út frá sinni hlið.

„Vandamálið er sambland af tímaskorti, fáum læknum og of mikilli eftirspurn. Þetta er ekki pöntunarþjónusta, þetta er læknisheimsókn,“ segir hann.

Vegna aukinna skaðabótamála þurfa læknar að vera nákvæmir og einnig þarf að koma í veg fyrir kulnun. Gert er ráð fyrir 8 sjúklingum á dag, það er 40 á viku, en eftirspurnin er slík að það er ekki raunhæft. Vanalega sinni hann á bilinu 14 til 21 sjúklingi á dag.

Fyrir utan að ræða við sjúklinginn sjálfan þurfi að gera pappírsvinnu, fletta honum upp í sjúkraskrá, panta rannsóknir og fleira.

„Það segir sig sjálft að koma með fleiri en eitt atriði mun eftirfarandi gerast; læknirinn segir já og tekur fleiri mál í viðtalinu sem veldur því að allir tímar dagsins riðlast, læknirinn verður eftir á með allan pappír, líkur á mistökum aukast sökum tímaskorts og læknir sér ekki yfir öll verkefni dagsins,“ segir hann. „Einnig lendir á heimilislækninum fjölmörg mál sem hefur ekkert með læknisfræði að gera t.d. framfærslumál og félagsráðgjöf.“

Segist hann mjög vanur því að fólk komi með mörg erindi. Biðji hann fólk um að skrifa atriðin niður fyrir fram fyrir næsta tíma.

„Ég sé oft atriði á listanum sem skiptir mun meira máli fyrir heilsu sjúklingsins heldur en hann vill byrja á að ræða. Þannig reyni ég að koma í veg fyrir það klassíska þegar sjúklingurinn grípur í hurðarhúninn á leiðinni út í lok tímans og segir frá mikilvægasta málefninu (t.d. ég er byrjaður mæðast og fá þyngsli fyrir brjóstið þegar ég labba tröppurnar heima eða ég er kominn með hnút í handarkrikann og búinn að léttast um 20kg síðustu þrjá mánuði).“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“