fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Höfnin í Höfnum í rúst eftir óveður og sjógang

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 21. mars 2025 20:30

Höfnin í Höfnum skemmdist mikið vegna óveðurs og sjógangs í byrjun mánaðarins og framvegis verður aðgangur að henni bannaður. Myndir: Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokað verður alfarið fyrir aðgang almennings að höfninni í þorpinu Höfnum, sem er hluti af Reykjanesbæ, en höfnin varð fyrir svo miklum skemmdum í illviðri og sjógangi í byrjun mánaðarins að það er ekki talið óhætt að leyfa lengur óheftan aðgang að henni. Svo illa er höfnin farin að ekki verður ráðist í viðgerðir.

Í fundargerð fundar atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar, sem fram fór í gær, kemur fram að hafnarmannvirkin í Höfnum hafi í áhlaupsveðri helgina 1.-2. mars síðastliðinn orðið fyrir miklum skemmdum sem geri hafnarsvæðið hættulegt yfirferðar. Farið hafi verið yfir tillögur á fundinum um aðgerðir sem hefti almennt aðgengi að hafnarsvæðinu til að tryggja þar öryggi og varna slysum. Var sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs bæjarins falið að fylgja málinu eftir.

Með fundargerðinni fylgja myndir sem sýna vel þær miklu skemmdir sem urðu á höfninni en þær má nálgast hér en á myndunum má sjá meðal annars stór göt á þekju hafnarinnar.

Höfnin hafði í nóvember 2024, með nýrri reglugerð, verið formlega lögð af sem höfn en notkun á henni hefur verið lítil síðustu áratugi.

Skolað undan

Í umfjöllun Víkurfrétta kemur fram að jarðveg hefur skolað undan bryggjugólfinu að hluta og á þeim kafla séu einnig göt í þekjunni. Þá sé stórt stykki farið úr bryggjunni utarlega og þekjan einnig mikið skemmd og götótt. Fram kemur að auk þess að loka fyrir aðgengi að höfninni verði þekjan rofin á þeim 30 metra kafla þar sem jarðvegurinn er farinn undan henni.

Eins og áður segir hefur höfnin í Höfnum verið formlega aflögð sem höfn en hún hefur verið lítið notuð undanfarna áratugi og töluvert er síðan að bátar voru gerðir út frá þorpinu.

Í umfjöllun Víkurfrétta kemur fram að nokkuð hafi verið um að fólk hafi veitt af stöng frá bryggjunni en einnig hafi sést til manna leggja út krabbagildrur við höfnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“