fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. mars 2025 09:30

Gunnar Smári vandar Karli Héðni ekki kveðjurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson segir að það virðist sem opið bréf Karls Héðins Kristjánssonar hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ í Sósíalistaflokknum. Hann muni hins vegar ekki gefast upp.

„Í bréfi sínu kastaði Karl Héðinn fram ásökunum á mig um refsiverð brot og ofríki, til að gera mig að ómerkingi í umræðunni en líka öll þau sem vilja andmæla fullyrðingum Karls Héðins um ólýðræðisleg vinnubrögð og þöggun innan flokksins,“ segir Gunnar Smári í færslu á samfélagsmiðlum.

„Miðað við þann fjölda félaga, sem hefur haft samband við mig og lýst andstyggð sinni á framferði Karls Héðins, og þeim fjölda sem hætt hefur sér í umræðuna hér á Facebook, þar sem fylgjendur Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að öllum sem vilja setja fram önnur sjónarmið en þeim eru að skapi, sýnist mér þetta bragð virka vel hjá Karli Héðni og félögum hans í tilraunum þeirra til að bylta flokknum og breyta honum í einskonar Alþýðufylkingu, örflokk fremur en breiða fylkingu fólks,“ segir hann.

Reiknar hann þó með því að þetta jafni sig og skynsamt fólk sem vilji sósíalískri hreyfingu vel muni stíga fram frekar en að horfa upp á hreyfinguna lenda í höndum fólks sem „beitir fyrir sig lúalegum undirróðri, illmælgi og rætni.“

Óöld ríki í Sósíalistaflokknum og margir hafi misst fótana í gerningaveðrinu sem Gunnar Smári segir að Karl Héðinn hafi magnað upp. Meðal annars hafi stjórnarfólk í málefnastjórn viljað bóka skammir á Maríu Pétursdóttur, formann stjórnar, fyrir að hafa svarað Karli Héðni.

Sjá einnig:

Sýður upp úr hjá Sósíalistum:Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

„Og nú horfum við upp á lögleysu og glundroða sem Karl Héðinn og félagar tala fyrir, einskonar Maóíska menningarbyltingu þar sem sómafólk eins og María Pétursdóttir er kölluð fyrir sjálfskipaða siðapostula sem vilja niðurlægja hana og segja henni að hætta að verja flokkinn, vilja þagga rödd hennar,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn muni brenna upp á nokkrum dögum eða vikum ef hann hristir ekki þetta uppreisnarfólk af sér.

„Eins og komið hefur fram fór Karl Héðinn ekki með kvartanir sínar yfir mér fyrir Samvisku, eins og honum bar að gera samkvæmt reglum flokksins. Hann, eins og sumir í hans liði, telja sig ekki bundna af reglum, geta ekki beygt sig undir almennar kurteisisreglur eins og lesa má af mörgum þráðum inn í þessum spjallhóp. Karl Héðinn hefur notað þessar ásakanir á fundum flokksins, til að reyna að koma í veg fyrir að ég væri valinn á lista flokksins og til að skaða málfrelsi mitt innan flokksins. Og nú notar hann þessar ásakanir til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans,“ segir hann að lokum. „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans. Ég mun beita mér gegn tilraunum þessa hóps til að eyðileggja flokkinn og það góða starf sem fjöldi fólks hefur lagt á sig innan hans. Sósíalistaflokkurinn er einskis virði ef hann endar undir hælnum á fólki sem telur sig jafnara en aðra og ekki þurfa að beygja sig undir reglur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“