fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. mars 2025 10:30

Undarlegt að það þurfi að segja fólki þetta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskri konu brá virkilega í brún þegar hún kom til Íslands og fór á klósettið í fyrsta skipti. Sá hún mjög undarlegt skilti á veggnum.

Greint er frá þessu í miðlinum Huffington Post en konan, sem  heitir Carmen Llatas, birti myndband af skiltinu á TikTok.

„Ég gekk inn á baðherbergi á Íslandi í fyrsta skiptið og sá skilti. Vinsamlegast segið mér hvað þetta þýðir,“ sagði ferðamaðurinn í myndbandinu.

Á skiltinu eru tvær myndir af manneskju að nota klósett. Á annarri myndinni situr manneskjan á venjulegan hátt á klósettinu og hakað er við að það sé hin rétta aðferð. Á hinni myndinni má sjá manneskju standa á klósettinu og krjúpa yfir það. Samkvæmt skiltinu er það ekki leyfilegt.

Skjáskot úr myndbandinu á TikTok.

„Getur einhver útskýrt fyrir mér hvort einhver situr svona á klósettinu?“ spyr Carmen. „Mér finnst þetta skilti vera mjög skrýtið, hver situr svona á klósettinu?“

Í athugasemdum við myndbandsfærsluna nefnir einn að fyrst að þetta skilti hafi verið sett upp þá hljóti að vera einhver ástæða fyrir því.

„Mér langar alltaf að gera þetta þegar ég er að skemmta mér á bar,“ segir ein kona. „Sérstaklega þegar klósettin á pöbbunum og skemmtistöðunum eru viðbjóðsleg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“