fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 14. mars 2025 13:30

Frá Grindavík 13. nóvember 2023. Mynd/DV-KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögð hefur verið fram stefna í Lögbirtingablaðinu til ógildingar á skuldabréfi fyrir hönd manns á níræðisaldri. Maðurinn var búsettur í Grindavík en segist hafa þurft að tæma heimili sitt þar í flýti, vegna eldsumbrotanna sem svo mikil áhrif hafa haft á líf bæjarbúa, og segir maðurinn að frumrit skuldabréfsins finnist hvergi og sé því glatað. Fjórir menn sem allir eru í dag á sjötugsaldri gáfu skuldabréfið út til handa manninum árið 2001. Upphaflega var upphæð skuldabréfsins á annað hundrað milljóna króna en ljóst er að á verðlagi dagsins í dag hefur upphæðin margfaldast.

Upphaflega var skuldabréfið að fjárhæð 133.537.000 króna og gefið út í nóvember 2001. Sé þessi upphæð umreiknuð á verðlag í febrúar 2025 væri hún 391.985.508 króna.

Í stefnunni kemur fram að mennirnir fjórir gáfu skuldabréfið út til handa manninum sem leggur stefnuna fram, sem endurnýjun á eldri skuldum þeirra við hann en maðurinn segist hafa áður lánað þeim fjármuni sem höfðu ekki fengist endurgreiddir. Hann sé því réttur eigandi skuldabréfsins að lögum enda hafi framsal á því ekki átt sér stað.

Týnt

Í stefnunni segir enn fremur að skuldabréfið hafi verið vistað á heimili mannsins í Grindavík. Hann hafi þurft að yfirgefa og tæma heimili sitt nýverið með hraði vegna ítrekaðra eldsumbrota á svæðinu. Segist maðurinn hafa gert dauðaleit að skuldabréfinu á heimili sínu og víðar, án árangurs. Skuldabréfið finnist því hvergi og hafi glatast.

Segir í stefnunni að birta þurfi hana í Lögbirtingablaðinu því ekki sé kunnugt um hver hafi skuldabréfið undir höndum í dag. Í ljósi alls þessi telji maðurinn því nauðsynlegt að höfða ógildingarmál í því skyni að fá ógildingardóm um bréfið svo hann fái ráðstafað kröfuréttindum sínum.

Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur í lok apríl og með stefnunni er hverjum þeim sem kann að hafa frumrit skuldabréfsins undir höndum uppálagt að mæta fyrir dóm og mótmæla kröfum mannsins og sanna rétt sinn til skuldabréfsins. Að öðrum kosti megi búast við að dómurinn fallist á kröfu mannsins og ógildi skuldabréfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu: „Við höfum misst allt samband“ – Var í skipi sem var stöðvað í nótt

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu: „Við höfum misst allt samband“ – Var í skipi sem var stöðvað í nótt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slökkviliðskona hefndi sín á fyrrverandi – Dreifði viðbjóði á lóðinni hjá honum

Slökkviliðskona hefndi sín á fyrrverandi – Dreifði viðbjóði á lóðinni hjá honum
Fréttir
Í gær

Ásdís bæjarstjóri harðlega gagnrýnd fyrir ásakanir um að BSRB hafi keypt rannsókn – „Hefur hún reynslu af því?“

Ásdís bæjarstjóri harðlega gagnrýnd fyrir ásakanir um að BSRB hafi keypt rannsókn – „Hefur hún reynslu af því?“
Fréttir
Í gær

Atvinnurekendur á Kársnesi gagnrýna harðlega fyrirhugaða legu Borgarlínu – Segja starfsemi sína setta í uppnám

Atvinnurekendur á Kársnesi gagnrýna harðlega fyrirhugaða legu Borgarlínu – Segja starfsemi sína setta í uppnám
Fréttir
Í gær

Spreyjað á fjórar bifreiðar og stungið á dekk

Spreyjað á fjórar bifreiðar og stungið á dekk
Fréttir
Í gær

Jordan Peterson var við dauðans dyr – Dóttir hans deilir fréttum af heilsu hans

Jordan Peterson var við dauðans dyr – Dóttir hans deilir fréttum af heilsu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gítar Guðmundar er fundinn – Þakklátur þeim sem lýstu eftir honum

Gítar Guðmundar er fundinn – Þakklátur þeim sem lýstu eftir honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Petrína fengið nóg: „Skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka”

Petrína fengið nóg: „Skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka”