fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 17:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga að sér rúmlega fjörtíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar, þar af millifærði hann fimm milljónir króna inn á bankareikning dóttur sinnar, árið 2021, sem þá var 18 ára að aldri.

Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúinu. Hann og yngri bróðir hans eru erfingjar móðurinnar.

Þá eru listuð upp sjö tilvik, hið fyrsta 3. júní 2019 og hið síðasta 26.apríl 2021, þar sem maðurinn millifærði eða tók út fjármuni af reikning móður sinnar sem samtals nema 40,3 milljónum króna.

Móðir mannsins lést í desember árið 2018 en tæpum sex mánuðum síðar veiti Sýslumaður erfingjum heimild til einkaskipta og var ákærði skipaður umboðsmaður erfingjanna. Það gekk þó ekki betur en svo að dánarbúið var tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í janúar 2022.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt 19 milljónir af áðurnefndum 40,3 milljónum með því að millifæra 5 milljónir inn á reikning dóttur sinnar, eins og áður segir, og 14 milljónir inn á eigin reikning.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“