fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Þarna var kominn þjófurinn úr ofangreindu máli“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 07:09

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista alls fjórir fangageymslur vegna hinna ýmsu mála.

Lögregla fékk tilkynningu um þjófnað úr verslun í miðborginni á vaktinni í gærkvöldi og lágu upplýsingar um þýfi fyrir, að sögn lögreglu. Ekki löngu síðar var tilkynnt um mann með hótanir og ónæði.

„Þarna var kominn þjófurinn úr ofangreindu máli. Hann víðáttuölvaður og vistaður í fangageymslu,“ segir í skeyti lögreglu.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, var einn handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Viðkomandi hafði einnig átt aðild að umferðaróhappi þar sem engin meiðsl urðu á fólki.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um mann með ógnandi tilburði gagnvart hópi ungmenna. Maðurinn fannst ekki en rætt var við fólk á vettvangi.

Lögregla var þar að auki kölluð út vegna nokkurra umferðaróhappa í gær, meðal annars runnu tvær bifreiðar í hálku og út fyrir veg. Engin slys virðast þó hafa orðið á fólki í umræddum óhöppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“