fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 11:52

Guðrún Hafsteinsdóttir Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag. Líklegt verður að teljast að þar muni hún tilkynna um framboð sitt til formennsku í flokknum en fjöldi Sjálfstæðismanna, ekki síst í hennar kjördæmi, Suður, hafa skorað á hana að bjóða sig fram, en þó er að sjálfsögðu ekkert öruggt í þeim efnum. Guðrún sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hún boðar til fundarins. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Kæru vinir.

Nú styttist óðum í að sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn.

Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, fann ég köllun til að bjóða fram krafta mína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hefur verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Ég hef notið hverrar stundar og hef lagt mig fram um að standa vörð um þau grunngildi sem við sjálfstæðismenn trúum á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls.

Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína, en mér þætti vænt um að sjá ykkur og eiga með ykkur góða stund í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann