
Erlendur maður á þrítugsaldri, búsettur í Reykjavík, hefur verið ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots.
Ákært er vegna atviks sem átti sér stað föstudaginn 10. nóvember 2023 á bílastæði við Nýbýlaveg í Kópavogi. Maðurinn tók þar við ferðatösku sem hafði innihaldið 15 kíló af maríhúana, úr hendi konu sem hafði komið með töskuna í farþegaflugi erlendis frá, fyrr um daginn. Efnin voru í tveimur pakkningum í ferðatöskunni.
Lögregla hafði hins vegar áður lagt hald á efnin og fjarlægt þau úr töskunni.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 10. desember næstkomandi.