

Á nýjum metsölulista Nettó er Tál, bók Arnalds Indriðasonar pikkföst á toppi listans aðra vikuna í röð, en hart er keppt um sæti 2-3 á listanum. Þar færist Ólafur Jóhann Ólafsson upp um eitt sæti með bókina Kvöldsónatan, og færist upp fyrir Yrsu Sigurðardóttur sem er með bókina Syndafall. Í fjórða sæti er svo bók Katrínar Jakobsdóttur og Ragnars Jónasonar, Franski spítalinn.
Baráttan um brandarana
Mestu breytingarnar á milli vikna eru í flokki fræðibóka og handbóka en þar er bókin Jeppar í lífi þjóðar enn á toppnum. Spegill þjóðar, eftir Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson, fer upp um tvö sæti. Pabbabrandarar rjúka upp um tvö sæti á kostnað Fimm aura, bókarinnar um langfyndnustu brandara í heimi. Ljóst er því að harka hefur færst í keppnina um söluhæstu brandarabókina í ár. Ný bók á topp tíu listanum í þessum flokki er Steikarbók Óskars eftir Óskar Finnsson matreiðslumeistara en hún kemur inn í áttunda sætið.
Tvær bækur Birgittu á eftir Skólastjóranum
Í flokki unglinga- og barnabóka situr Ævar Þór Benediktsson í fyrsta sæti með bókina Skólastjórinn sem einnig vermdi fyrsta sætið í síðustu viku. Birgitta Haukdal sækir á og situr nú bæði í öðru og þriðja sæti á listanum sem er breyting frá því í síðustu viku með bækurnar Lára fer á hestbak og Atli fer í tívolí. Fast á eftir Birgittu er svo Gunnar Helgason með bókina Birtingur og símabannið mikla.
Sögur biskups, einhleypra kvenna og fótboltaþjálfara á toppnum
Útkall er áfram söluhæsta bókin í flokki ævisagna en bókin Mamma og ég, færist upp um eitt sæti á kostnað bókar Reynis Finndal Grétarssonar, Fjórar árstíðir. Fast á eftir kemur bókin um fótboltaþjálfarann Óla Jó í fjórða sæti og þar á eftir er Minningabrot eftir fyrrum biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson. Á eftir séra Karli eru svo Piparmeyjar, Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttir.
Í Nettó eru yfir 200 bókatitlar til sölu og eins og fram hefur komið í verðkönnun ASÍ hefur verð á bókum hjá Nettó verið með því lægsta á markaðnum nú fyrir jólin.

Barna- og unglingabækur
Skáldsögur fyrir fullorðna
Ævisögur