

Fjársýslan hefur birt niðurstöður útboðs á hljóð- og myndlausnum fyrir opinbera aðila, þar sem nokkur af helstu tæknifyrirtækjum landsins tóku þátt.
Samkvæmt opinberum gögnum fékk Ofar hæstu einkunn í útboðinu og er þar með efst allra þátttakenda. Ofar er jafnframt skráð forgangsbirgir samkvæmt niðurstöðum Fjársýslunnar með hagkvæmustu kjör í samningi með 15-20% lægri verð en aðrir birgjar, eins og segir í tilkynningu.
Niðurstöður útboðsins:
Hluti B (búnaður fyrir hljóð og mynd)
Efstu tveir birgjarnir voru samþykktir í beinum kaupum.
„Við erum stolt af þessum árangri. Hæsta einkunn í útboði Fjársýslunnar er skýr staðfesting á því að við bjóðum upp á frábæra þjónustu, verð og tæknilausnir,“ segir Ísleifur Örn Guðmundsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar.
Ofar býður upp á hljóð- og myndlausnir frá vörumerkjum á borð við Sharp/NEC, MAXHUB, Promethean, Samsung, Poly og Yealink. Lausnir fyrirtækisins nýtast jafnt í menntastofnunum, fundarherbergjum og í hvers kyns viðskiptaumhverfi.