
Íhaldssami áhrifavaldurinn Charlie Kirk var skotinn til bana þann 10. september. Kirk var stofnandi ungliðahreyfingar bandarískra íhaldsmanna sem kallast Turning Point USA, en ekkja hans, Erika Kirk, hefur tekið við keflinu frá eiginmanni sínum. Turning Point hefur undanfarið staðið fyrir fundaröð víða um Bandaríkin en faðmlagið alræmda átti sér stað á fundi samtakanna á miðvikudaginn í síðustu viku þar sem varaforseti Bandaríkjanna var heiðursgestur.
„Enginn kemur í stað manns míns. En ég sé líkindi milli hans og JD, varaforsetans JD Vance. Það geri ég. Og þess vegna eru það forréttindi að fá að kynna hann hér í kvöld,“ sagði ekkjan þegar hún kynnti varaforsetann upp á svið sem faðmaði hana svo innilega að sér. Varaforsetinn setti hendurnar á mjaðmir ekkjunnar og hún virtist flétta fingrunum í hár hans. Nándin í faðmlaginu vakti mikið umtal. Ekki bætti svo úr skák að á sama kvöldi lýsti Vance því yfir að hann dreymdi um að eiginkona hans, Usha, hætti að vera hindúi og gerist kristin.
Þrír sérfræðingar í líkamstjáningu hafa rætt við fjölmiðla og greint faðmlagið. Þeir voru sammála um að það sé töluverð nánd þar á ferðinni en minna á að nánd sé ekki einskorðuð við rómantísk sambönd. Líklega séu ekkjan og varaforsetinn miklir vinir. Sérfræðingarnir benda á að lífbein varaforsetans og ekkjunnar snertist sem og brjóst þeirra. Þetta sé mikil nánd sem sést vanalega ekki í formlegum faðmlögum heldur frekar milli fólks sem hefur tilfinningaleg tengsl. Eins sé nánd í því að varaforsetinn snerti mjaðmirnar á Eriku og að hún flétti fingur sína í hár hans. Faðmlagið mætti túlka sem óviðeigandi en horfa þurfi þó á samhengið. Þarna er syrgjandi ekkja að faðma vin sinn.
Þessi túlkun fær stoð í greiningu sérfræðinga í varalestri sem telja að Erika hafi verið stressuð áður en hún steig sjálf á svið. Hún hafi þar lýst því yfir að hún treysti sér ekki upp á svið. Svo tókst henni að stappa í sig stálinu og setja upp bros. Þegar varaforsetinn faðmaði hana sagðist hann stoltur af henni og hún svaraði að það myndi þó ekki færa henni eiginmann sinn til baka.
Erika ræddi við FOX um helgina um mál ákæruvaldsins gegn manninum sem er talinn hafa myrt Charlie, Tyler Robinson. Hún vill að aðalmeðferð fari fram fyrir opnum dyrum og að myndavélar verði leyfðar í dómsal.
„Það voru myndavélar á eiginmanni mínum þegar hann var myrtur. Það hafa verið myndavélar ofan í vinum mínum og fjölskyldu að syrgja. Það hafa verið myndavélar á mér að greina allt sem ég geri, greina öll mín bros og öll mín tár. Við eigum það skilið að það verði líka myndavélar þar. Hvers vegna ekki að hafa slíkt gegnsæi? Það er ekkert að fela. Ég veit það því ég hef séð gögnin sem málið byggir á. Leyfum öllum að sjá andlit sannrar illsku. Þetta er eitthvað sem gæti haft áhrif á komandi kynslóðir.“
Sérfræðingarnir minna einnig á að það eru engar leiðbeiningar til um sorgina. Það syrgja allir með sínum eigin hætti. Erika leiti huggunar hjá sínum nánustu, til dæmis með faðmlögum, frekar en að halda fólki frá sér.
Erika Kirk & JD Vance celebrating her skintight black leather pants of mourning on stage!
I don’t see room for Jesus in that hug. pic.twitter.com/2tN6p9JbNE
— Your Mother ♥️ // Release the Epstein files!!! (@Utmb_Colorado) October 30, 2025
Here’s the video of the Erika and JD hug.
The Left has taken a screenshot and scammed people to thinking the widow of the recently assassinated Charlie Kirk is sleeping with his friend.
After the Left celebrated it…
That’s how sick these people are.pic.twitter.com/OeWPBmHI3e
— C3 (@C_3C_3) November 2, 2025
Quite the hug for JD Vance and Erica Kirk pic.twitter.com/Lp1OZar9LJ
— Ed Kwok✨🌊 (@kwok_xian) November 1, 2025
The left is going crazy over this hug between Erika Kirk and JD Vance.
What are your thoughts on this ?? pic.twitter.com/wP1i7uDLKA
— ᴺᵉʷˢ Ivanka Trump 🇺🇸🦅 (@IvankaNews_) November 1, 2025
Is this The Turning Point for Erika Kirk? Looks like the grieving widow has moved on! That’s more than a friendly hug…that’s an intimate embrace! Will Usha Vance send JD to the confessional? pic.twitter.com/QoMdFpsU6B
— Annie (@AnnieForTruth) October 31, 2025
Asmongold’s MELTDOWN on JD Vance’s sus hug w/ Erika Kirk😭🔥Who’s tuning in? are they sleeping together? who knows. pic.twitter.com/gg67YlTMCD
— Asmongold (@Asmingold) November 1, 2025