fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Nauðgunarlíking Gunnars Smára veldur uppnámi í baráttuhópi – „Ég hef aldrei upplifað annan eins yfirgang og suð“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 17:30

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Samstöðvarinnar, þar sem hann líkir framgöngu þess hóps sem náði undirtökum í Sósíalistaflokknum á aðalfundi flokksins í vor við nauðgun ofbeldismanna, hefur dregið dilk á eftir sér.

Gunnar skrifaði í rökræðum við ónefndan netverja um átökin í Sósíalistaflokknum:

„Yfirtaka þessarar klíku á stjórnum flokksins með smölun var ekkert lík bónorði, þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna. Það lá fyrir að þessi klíka hafði engan hljómgrunn hjá yfir 90% félaga í flokknum. Því miður datt engum í hug að klíkan myndi reyna að taka yfir flokk sem vildi ekkert með klíkuna hafa. En það gerðist. Um 500 manns sögðu sig þá úr flokknum, samkvæmt könnunum hafa 5000 kjósenda snúið frá flokknum og í dag vildi hluti grasrótarinnar sem er eftir krefjast réttlætis, að flokksfélagar fái að velja sér forystu, fái að losna við þetta yfirtökulið. Ég var ekki á fundinum og það hefur komið fram fyrir löngu að minn tími í forystu þessa flokks er liðinn, það var skrifað inn í lög hans að enginn eigi að vera formaður stjórnar lengur en átta ár. Og ég er ekki flokkurinn. Það er enn fólk í flokknum sem sættir sig ekki við þessa nauðgun. Og þú ættir ekki að benda því fólki á hjónabandsráðgjöf heldur að benda klíkunni á meðferð sem líkara þeim sem ofbeldisfólki stendur til boða. Það er skammarlegt að segja þeim sem verða fyrir ofbeldinu að sættast við ofbeldismennina.“

Gjaldfelling

„Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ er opinn hópur á Facebook með yfir 20 þúsund meðlimi. Þar er fjallað um þessa nauðgunarlíkingu Gunnars Smára og þeim fleti velt upp hvort hér sér verið að gjaldfella ofbeldisglæpinn nauðgun.

„Hér er ofbeldisglæpurinn nauðgun verulega gjaldfelld og hugtakið misnotað þykir mér. Hvað finnst ykkur?“ skrifar færsluhöfundur.

Umræður undir færslunni eru að mestu leyti í þá átt að þessi notkun á hugtakinu sé óboðleg. Til dæmis segir ein kona:

„Ég er með ofnæmi fyrir því að nota orðið nauðgun í neinum öðrum tilgangi en um nákvæmlega þann verknað. Fólk á bara að drullast til þess að nota önnur orð og aðra samlíkingu.“

Júnía Líf Sigurjónsdóttir, meðlimur í Sósíalistaflokknum, skrifar:

„Algjörlega óboðlegt að maðurinn fái að spranga um óáreittur með þessa viðbjóðslegu orðræðu sína.“

Álag á stjórnendur hópsins

Meðal meðlima í þessum baráttuhópi er að finna félaga í Sósíalistaflokknum, úr báðum hinna stríðandi fylkinga sem berjast um völdin í flokknum. Ein stýra hópsins greinir frá því að hún hafi orðið fyrir miklum þrýstingi um að loka á umræður um þessa hugtakanotkun Gunnars Smára. Segist hún aldrei hafa upplifað annan eins yfirgang og í kjölfar birtingar þessarar færslu. Hún skrifar:

„Góðan dag. Ég er ein af upphaflegum stofnendum þessa hóps og set þessa athugasemd á þennan þráð því ég hef aldrei upplifað annan eins yfirgang og suð gagnvart admínum eins og í kjölfarið af þessari færslu. Það er hamast í admínum að taka út þessa færslu. Það er reynt að koma upp á milli admína í einkaskilaboðum. Það hefur verið skrifað hér margt á liðnum árum sem tengist pólitík á einhvern hátt, en viðbrögðin aldrei svo heiftarleg og markviss gegn stjórn á hópnum. Þessu var hleypt inn vegna orðræðunnar og þá hvernig orðið nauðgun er notað. Hér hefur mesti what about ismi sem ég man eftir komið fram en yfirgangur gagnvart stjórnendum þessa hóps er ótrúlegur. Ástæðan fyrir því að ég set inn þessa færslu er af því að það er ég sem samþykkti innleggið hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro