fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir barna í Laugarnesskóla spyr hvenær aðgerðarleysi borgarinnar verði að refsiverðu broti eftir að ekið var á þrjú börn við Laugarnesskóla á innan við einum mánuði á stað sem faðirinn hefur ítrekað varað borgaryfirvöld við.

Elías Blöndal Guðjónsson segist hafa sent erindi á íbúaráð Laugardals í mars árið 2023 og varað við hættulegum aðstæðum við Laugarnesskóla. Fundir voru haldnir, fundargerðir ritaðar, aðgerðir fyrirhugaðar – en svo gerðist ekkert. Aftur sendi hann erindi í október á síðasta ári. „Ég spurði hversu lengi þetta ætti að halda áfram. Engar fregnir höfðu borist frá íbúaráðinu né borginni um hugsanlegar úrbætur. Engar breytingar höfðu verið gerðar. Ekkert gerst. Ekkert heyrst,“ skrifar Elías í grein sinni hjá Vísi. Íbúaráðið svaraði og sagðist hvorki hafa boðvald né ákvörðunarvald í umferðaröryggismálum. Íbúaráðið gæti þó beitt sér sem þrýstiafli hjá borgarráði þar sem hlutirnir gerðust. „Íbúaráð Laugardals hefur nú verið lagt niður, m.a. vegna þess að það var gagnslaust,“ skrifar Elías.

Elías rekur að í síðasta mánuði var ekið á dreng þegar hann fór yfir gangbraut við Laugarnesskóla. Reiðhjól hans var undir bílnum og mátti litlu muna að fætur hans yrðu það sömuleiðis. Innan við mánuði síðan var ekið á tvö börn á sama stað. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. Elías furðar sig á ummælum sem deildarstjóri samgangna hjá borginni lét falla eftir slysin. Þar sagði deildarstjórinn að gatnamótin standist ítrustu kröfur um öryggi og erfitt að sjá hvernig mætti bæta aðstæður. Ástæða slysana væri annað.

„Og hvert er þá vandamálið að mati borgarstarfsmannsins? Sólin. Hún skín beint niður Reykjaveginn um tvöleytið og ökumenn fá hana beint í augun. Slysahættan er ekki vegna skorts á viðeigandi ráðstöfunum hjá Reykjavíkurborg heldur er sólinni um að kenna.“

Faðirinn gefur lítiðf yrir skýringar borgarinnar á slysunum. Þegar ekið var á drenginn var engin sól, enda liggi fyrir að vandamálið sé ekki sólin heldur gatnamót sem séu hættuleg við allar aðstæður. Eins fannst honum skýring deildarstjórans, að forgangsraða þyrfti verkefnum vegna fjárskorts, fáránlega léleg.

„Það er skortur á fjármagni þegar kemur að því að vernda líf barna en á sama tíma eru til peningar í borgarsjóði fyrir alls konar gæluverkefni. Ef það voru til peningar fyrir brasilísku tónlistarkvöldi á Kaffi Laugalæk og fótabaði í Laugardalnum þá eru til peningar til að bæta umferðaröryggismál barna. Ef það er til tími og fé í allskonar kolefnis- og jafnlaunavottanir þá er hægt að setja upp gönguljós við grunnskóla. Það blasir við að forgangsröðunin er röng og borgin er einfaldlega óstarfhæf. Við sjáum það birtast í því að á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs þurftu borgarfulltrúar að leggja fram bókun um að það vanti perur í ljósastaura. Það er eitthvað mikið að þegar borgarfulltrúar þurfa að flytja sérstakar tillögur um að skipta um perur í ljósastaurum sem hafa verið óvirkir mánuðum saman.“

Telur Elías ljóst að spurningin sé ekki hvort alvarlegt slys verði á gatnamótunum heldur hvenær og þegar það gerist þá sé það engum nema borginni að kenna. Á meðan beðið er úrbóta hafa foreldrar barna í Laugarnesskóla sett á fót gangbrautarvörslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar