fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fréttir

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint frá frá fyrr í haust hefur Hörður Ólafsson læknir stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli í einkarefsimáli. Krefst hann þess að Hödd verði dæmd til refsingar vegna meiðyrða gegn sér, auk þess krefst hann að tiltekin ummæli hennar verði dæmd dauð og ómerk og loks krefst hann fimm milljóna króna í miskabætur.

Hörður krefst þess að Hödd verði dæmd til refsingar samkvæmt 1. mgr. 236 greinar almennra hegningarlaga. Segir þar að sé ærumeirandi aðdróttun höfð í frammi og borin út gegn betri vitund þá varði slíkt fangelsi allt að tveimur árum.

Málið varðar ummæli Haddar í Facebook-færslum í sumar þar sem hún sakaði Hörð um nauðgun og annað ofbeldi fyrir um 15 árum. Stefna var birt í málinu í byrjun september en Hödd hafnar öllum sökum og hefur krafist sýknu.

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum DV hefur Hödd lagt fram greinargerð í málinu þar sem hún neitar sök og sakar Hörð um ofbeldi í sambandi þeirra. Mun Hödd leiða fram vitni í væntanlegum réttarhöldum.

Dagsetningar á fyrirtöku og aðalmeðferð liggja ekki fyrir en dómari í málinu hefur ekki verið skipaður. Mun dómari verða skipaður á næstu dögum.

Samkvæmt heimildum DV hefur Hödd kært Hörð til landlæknis vegna meintra tilhæfulausra flettinga á upplýsingum um hana í sjúkraskrá. Ákvörðun embættis landlæknis í því máli liggur ekki fyrir.

Sigurður G. Guðjónsson rekur málið fyrir hönd Harðar en lögmaður Haddar er hæstaréttarlögmaðurinn Auður Björg Jónsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði