fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. október 2025 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið Ísland-Palestína var að senda frá sér yfirlýsingu rétt í þessu vegna mannráns Ísraelsríkis á áhöfn Frelsisflotans sem Magga Stína siglir með:

ÍSLAND VERÐUR AÐ FORDÆMA RÁN ÍSRAELS Á SKIPINU CONSCIENCE! MÓTMÆLI KL. 15 VIÐ UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

Í nótt réðust Ísraelar á skip Frelsisflotans sem statt var á alþjóðlegu hafsvæði, fjarri lögsögu Ísraels og framkvæmdu ólöglega handtöku á skipverjum. Á meðal skipanna sem rænt var er skipið Conscience, sem Margrét Kristín Blöndal sigldi með.

Áhöfn flotans samanstendur af heilbrigðisstarfsfólki, blaðamönnum og friðarsinnum. Um borð voru einungis lífsnauðsynjar og lyf fyrir sveltandi fólk, en sérfræðingar telja að hundruðir þúsunda palestínskra barna hafi farist úr sulti, auðlæknanlegum sjúkdómum og af öðrum óbeinum afleiðingum þjóðarmorðs Ísraelsríkis.

Aðstæður á Gaza eru hryllilegri en við á Íslandi getum ímyndað okkur og er Frelsisflotinn einungis að uppfylla skyldur sem hvíla á stjórnvöldum, ekki almennum borgurum. Eina áætlun skipsins var að koma neyðaraðstoð til sveltandi og þjáðra íbúa Gaza þar sem að stjórnvöld heimsins hafa ekki gert það. Síðustu tvö ár hafa stjórnvöld um allan heim horft aðgerðalaus á þjóðarmorð Ísraela og tekið virkan þátt í því með vopnasendingum og diplómatísku skjóli. Stjórnvöld hér líkt og annarsstaðar hafa hunsað lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar til að stöðva þjóðarmorðið.

Ísland verður að mótmæla endurteknum ránum Ísraels á bátum sem reyna að koma mannúðaraðstoð til Gaza. Bátarnir starfa í samræmi við úrskurð Alþjóðadómstólsins frá 28. mars 2024 og það er algjörlega óásættanlegt að Ísland hafi hingað til kosið að vera þögull áhorfandi að glæpastarfsemi Ísraels á alþjóðlegum hafsvæðum.

Það er Ísrael sem brýtur gegn alþjóðalögum, á meðan Magga Stína og Frelsisflotinn framfylgja úrskurði frá Alþjóðadómstólnum. Það eru leiðtogar Ísraels sem ættu að vera handteknir, ekki þau.

Margrét Kristín er íslenskur ríkisborgari, stjórnvöld verða að tryggja öryggi hennar og frelsi. Við gerum þá kröfu að íslensk stjórnvöld fordæmi opinberlega þessar árásir og handtökur Ísraela á almennum borgurum og beiti sér af öllu afli fyrir því að áhöfn Frelsisflotans verði sleppt úr haldi tafarlaust og neyðaraðstoð hleypt inn á Gaza.

Við komum saman við utanríkisráðuneytið kl. 15 í dag! Mótmælum ólöglegri stöðvun Frelsisflotans og krefjumst þess að neyðaraðstoð verði hleypt inn á Gaza! Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi, réttindi og frelsi áhafnar Frelsisflotans!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump brjálaður yfir því að Bad Bunny skemmtir á Super Bowl – „Þetta virðist ekki vera skemmtikraftur sem sameinar fólk“

Trump brjálaður yfir því að Bad Bunny skemmtir á Super Bowl – „Þetta virðist ekki vera skemmtikraftur sem sameinar fólk“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ásdís bæjarstjóri harðlega gagnrýnd fyrir ásakanir um að BSRB hafi keypt rannsókn – „Hefur hún reynslu af því?“

Ásdís bæjarstjóri harðlega gagnrýnd fyrir ásakanir um að BSRB hafi keypt rannsókn – „Hefur hún reynslu af því?“
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Í gær

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika
Fréttir
Í gær

Gítar Guðmundar er fundinn – Þakklátur þeim sem lýstu eftir honum

Gítar Guðmundar er fundinn – Þakklátur þeim sem lýstu eftir honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa vitað að kærustur þyrftu að samþykkja kynlíf hverju sinni

Sagðist ekki hafa vitað að kærustur þyrftu að samþykkja kynlíf hverju sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kanslarinn hótar sniðgöngu Þýskalands ef Ísraelar verða reknir úr Eurovision – „Ísrael á heima þarna“

Kanslarinn hótar sniðgöngu Þýskalands ef Ísraelar verða reknir úr Eurovision – „Ísrael á heima þarna“