fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Efni HBO orðið aðgengilegt viðskiptavinum Símans

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. október 2025 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir Símans hafa nú aðgang að mörgum stærstu sjónvarpsþáttaröðum heims frá HBO í gegnum Sjónvarp Símans Premium og smáforrit HBO Max. 

Meðal titla í safninu eru sjónvarpsþættir á borð við Friends, The Last of Us, Game of Thrones, House of the Dragon, Succession, The White Lotus, Entourage og Sex and the City. 

Auk þess má nefna fjölda kvikmynda, þar á meðal Harry Potter safnið auk Lord of the Rings og The Dark Knight þríleikjanna. 

Síminn varð samstarfsaðili Warner Bros. Discovery á Íslandi í júlí, en með samningi félaganna er tryggður aðgangur að völdu efni HBO Max í Sjónvarpi Símans Premium auk fulls aðgangs að appi HBO Max, eins og segir í tilkynningu.

„Viðskiptavinir okkar hafa nú aðgang að meira magni hágæða sjónvarpsefnis en nokkru sinni fyrr. Til viðbótar við metframleiðslu á vönduðu innlendu efni geta viðskiptavinir nú nálgast margar stærstu sjónvarpsþáttaraðir heims í gegnum HBO Max. Það er frábær sjónvarpsvetur í vændum og við erum stolt af því að skapa stöðugt meira virði fyrir viðskiptavini okkar í þessum efnum,“ segir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans.

„Við erum afar ánægð með að íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafi nú aðgang að okkar frábæra sjónvarpsefni og geti notið þess að horfa á uppáhalds þættina sína, kvikmyndir og íþróttaviðburði frá HBO, Warner Bros. Pictures, Discovery og Eurosport í gegnum áskrift hjá Símanum,“segir Christina Sulebakk, framkvæmdastjóri Warner Bros. Discovery á Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla