fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Jordan Peterson var við dauðans dyr – Dóttir hans deilir fréttum af heilsu hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 20:15

Jordan Peterson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi sálfræðingurinn og rithöfundurinn Dr. Jordan Peterson  „var nær dauða en lífi“ í sumar eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæslu vegna alvarlegrar lungnabólgu og blóðeitrunar að sögn dóttur hans, Mikhailu Peterson.

Mikhaila birti myndband á YouTube þar sem hún fór yfir baráttu föður síns sem er 62 ára gamall. Segir hún hann hafa dvalið í gjörgæslu í tæpan mánuð og að síðustu mánuðir hafi verið „skelfilegir“ fyrir fjölskylduna.

„Hann hefur verið að þjást af óútskýrðum taugasjúkdómseinkennum í mörg ár,“ segir hún, og bætti við að nýjustu veikindin hefðu birst eftir „langvarandi bólgusjúkdóm sem við teljum stafa af myglusveppum“.

Peterson var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið í ágúst, sama dag og nýfædd dóttir Mikhailu var einnig flutt á sjúkrahús vegna annarra veikinda. Barnið hefur nú náð bata, en fjölskyldan lýsir reynslunni sem „eins og að horfa á hryllingsmynd í beinni“.

Peterson er nú kominn af gjörgæslu og er að skána dag frá degi, en óvíst er hvenær hann nær fullum bata. Dóttir hans segir meðferðina þó flókna þar sem hann þoli ekki flestar lyfjameðferðir.

Hér má sjá myndband Mikhailu:

Jordan Peterson varð heimsþekktur eftir að hafa gagnrýnt kanadískt frumvarp árið 2016 sem kvað á um að fólki sé skylt að ávarpa hvernig og einn út frá því hvernig sá skilgreinir sig. Þá varð metsölubók hans,12 Rules for Life, til þess að frægðarsól hans skein enn skærar. Hann hefur tvisvar haldið erindi hér á landi, árið 2017 og 2022.

Peterson hefur þó ítrekað þurft að hverfa af sjónarsviði vegna heilsuvanda, meðal annars eftir glímu við fíkn árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sex fluttir með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði

Sex fluttir með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jón Gnarr fullur iðrunar: „Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta“

Jón Gnarr fullur iðrunar: „Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta“
Fréttir
Í gær

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Í gær

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður keyrði á 200 km/klst hraða yfir leyfilegum hámarksraða á hinu þýska Autobahn

Ökumaður keyrði á 200 km/klst hraða yfir leyfilegum hámarksraða á hinu þýska Autobahn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður fór með 40.000 króna sekt alla leið upp í Landsrétt – Kom í ljós að klúðrið var lögreglunnar en ekki ökumannsins

Ökumaður fór með 40.000 króna sekt alla leið upp í Landsrétt – Kom í ljós að klúðrið var lögreglunnar en ekki ökumannsins