fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Fréttir

Ökumaður keyrði á 200 km/klst hraða yfir leyfilegum hámarksraða á hinu þýska Autobahn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. október 2025 20:30

Autobahn er þekkt fyrir hraðakstur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsku hraðbrautirnar Autobahn eru þekktar fyrir sinn hraðakstur sem virðist eiga sér engin takmörk. Engu að síður var ökuníðingur handtekinn fyrir að keyra um 200 kílómetrum á klukkustund yfir leyfilegum hámarkshraða.

Goðsögnin um þýsku hraðbrautirnar er sú að þar sé enginn hámarkshraði, aðeins lágmarkshraði. Það á við upp að vissu marki en þó eru ávallt fleiri og fleiri kaflar sem hafa hámarkshraða upp á 120 eða 130 km/klst. Hefur þeim fjölgað út af umhverfis- og öryggisástæðum.

Þá eru vissar tegundir bíla sem hafa mega ekki keyra yfir vissum hámarkshraða, til dæmis farþegarútur og bílar með eftirvagna.

Þann 28. júlí síðastliðinn var ökumaður gripinn á 321 km/klst hraða vestur af höfuðborginni Berlín. Það var ekki lögregla sem mældi ökumanninn heldur hraðamyndavél.

Þetta var 200 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða á þessum kafla hraðbrautarinnar. Hlaut ökumaðurinn sekt upp á 900 evrur, það er 130 þúsund krónur, fékk tvo punkta á ökuskírteinið sitt og var sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði.

Ekki kemur fram á hvers konar bíl ökumaðurinn var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt