Þýsku hraðbrautirnar Autobahn eru þekktar fyrir sinn hraðakstur sem virðist eiga sér engin takmörk. Engu að síður var ökuníðingur handtekinn fyrir að keyra um 200 kílómetrum á klukkustund yfir leyfilegum hámarkshraða.
Goðsögnin um þýsku hraðbrautirnar er sú að þar sé enginn hámarkshraði, aðeins lágmarkshraði. Það á við upp að vissu marki en þó eru ávallt fleiri og fleiri kaflar sem hafa hámarkshraða upp á 120 eða 130 km/klst. Hefur þeim fjölgað út af umhverfis- og öryggisástæðum.
Þá eru vissar tegundir bíla sem hafa mega ekki keyra yfir vissum hámarkshraða, til dæmis farþegarútur og bílar með eftirvagna.
Þann 28. júlí síðastliðinn var ökumaður gripinn á 321 km/klst hraða vestur af höfuðborginni Berlín. Það var ekki lögregla sem mældi ökumanninn heldur hraðamyndavél.
Þetta var 200 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða á þessum kafla hraðbrautarinnar. Hlaut ökumaðurinn sekt upp á 900 evrur, það er 130 þúsund krónur, fékk tvo punkta á ökuskírteinið sitt og var sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði.
Ekki kemur fram á hvers konar bíl ökumaðurinn var.