fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. október 2025 08:00

Oliuskipið Boracay var stöðvað við strendur Frakklands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir hermenn stöðvuðu í gær för olíuskips sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa. Grunur leikur á að skipið tengist dularfullu drónaflugi sem olli usla í Danmörku í septembermánuði. Mögulega hafi drónar verið sendir á loft úr skipinu eða för þess einfaldlega notuð til að villa um fyrir óvinum. Olíuskipið, sem siglir undir fána Benín, heitir Boracay og hefur áður verið á svörtum lista Evrópusambandsins yfir skip sem tengjast Rússum. Þá var skipið kyrrsett fyrr á árinu fyrir að sigla ekki undir fána neins lands.

Ekki kom til neinna átaka um borð í skipinu en skipstjóri þess og fyrsti stýrimaður gáfu sig fram við hermennina og voru handteknir. Skipið liggur nú fyrir akkerum nærri borginni Saint-Nazaire við vesturströnd Frakklands.

Eins og áður segir er talið að skipið tilheyri svokölluðum skuggaflota Rússa en það eru yfirleitt skip sem komin eru til ára sinna en eru skráð í öðrum löndum. Þau eru sögð nýtt í margvíslegum tilgangi, til dæmis til að komast framhjá efnahagsþvingunum vegna Úkraínustríðsins og jafnvel í hernaðarlegum tilgangi.

Skipið sigldi frá höfn rússnesnku borgarinnar Primorsk  þann 20. september síðastliðinn og sigldi í gegnum Eystrasaltið og að strönd Danmerkur. Þaðan sigldi skipið í gegnum Ermasund uns það var stöðvað við strendur Frakklands.

Emanuel Macron, Frakklandsforseti, var spurður út í aðgerð franska hersins í gærkvöldi en hann vildi lítið segja og sagði það ekki í sínum verkahring að álykta um tengsl þess við drónaflugið.

Þá hafa Rússar harðneitað því að hafa nokkuð með skipið að gera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“