fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 17:30

Oliuskipið Boracay var stöðvað við strendur Frakklands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að skip sem tilheyrir svokölluðum skuggaflota Rússa og var stöðvað í Frakkland í vikunni tengist mögulega níu drónaárásum sem gerðar voru á evrópsk skotmörk á síðustu vikum.

Hráolíuskipið Boracay, sem siglir undir fána Benín en er talið vera í rússneskri eigu, var stöðvað af franska hernum undan vesturströnd Frakklands í vikunni. Tveir aðilar um borð, skipstjórinn og fyrsti stýrimaður, voru handteknir og færðir í land en skipið liggur nú undir akkerum utan við borgina Saint Nazaire.

Frekari rannsókn á siglingaleið skipsins, sem sigldi frá Rússlandi þann 20. september, bendir til þess að það hafi verið nærri fjölmörgum tilvikum sem tengjast óútskýrðum drónaferðum sem ullu talsverðum usla, meðal annars lokun flugvalla.

Þannig var skipið aðeins 50 sjómílum frá Kaupmannahöfn þegar að drónaferðir urðu til þess að Kastrup-flugvelli var lokað þann 22. september síðastliðinn. Þá var tilkynnt um fjölmargar drónaferðir í Þýskalandi um svipað leyti sem flugu til dæmis nærri mikilvægum orkuinnviðum og spítölum.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að skipið hafi verið sett á svartan lista Evrópusambandsins í nóvember 2024 og febrúar 2025 vegna gruns um að það tilheyrði skuggaflota Rússa og væri notað í allskonar verkefni í hernaði sem og til að komast framhjá viðskiptaþvingunum andstæðinga Rússa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu
Fréttir
Í gær

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Í gær

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískir Costco viðskiptavinir öfundsjúkir út í þá íslensku út af þessu – „Þetta lítur út fyrir að vera ljúffengt“

Bandarískir Costco viðskiptavinir öfundsjúkir út í þá íslensku út af þessu – „Þetta lítur út fyrir að vera ljúffengt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hjólar í Bubba: „Hýenurnar vakna snemma“ – Býður Andra Snæ í þáttinn sinn

Stefán Einar hjólar í Bubba: „Hýenurnar vakna snemma“ – Býður Andra Snæ í þáttinn sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langflestir Evrópubúar telja að aðild hafi verið jákvæð – Jákvæðnin mest í norðurhluta álfunnar

Langflestir Evrópubúar telja að aðild hafi verið jákvæð – Jákvæðnin mest í norðurhluta álfunnar