fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður  á sextugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum, sviptur ökuleyfi, þann 5. febrúar síðastliðinn. Var maðurinn með lífshættulegt magn vínanda í blóði eða 2,08% en för hans var stöðvuð af lögreglu í Njarðargötu í Reykjavík.

Umræddur einstaklingur hefur margítrekað framið viðlík brot en þetta er ellefti dómurinn sem hann hlýtur á síðastliðnum 16 árum vegna viðlíkra brota.

Maðurinn var fyrst tekinn árið 2009 fyrir akstur undir áhrifum áfengis og var gert að greiða sekt. Fimm árum síðar gerðist hann aftur sekur um slíkt brot og aftur var sektargreiðslu beitt. Síðar sama ár hlaut maðurinn tvo fangelsisdóma vegna viðlíkra brota, fyrst 30 daga fangelsi og síðar 15 daga fangelsi.

Síðan þá hefur maðurinn verið dæmdur til fangelsisvistar vegna slíkra brota á 1-2 ára fresti. Auk fangelsisdómsins var maðurinn enn einu sinni sviptur ökurétti til æviloka en það hefur þó ekki dugað til að stöðva hann hingað til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ertu ekki búin að fá barnabætur í dag? – Þetta er ástæðan

Ertu ekki búin að fá barnabætur í dag? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“