fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. október 2025 19:00

Arnold tók til máls á ráðstefnunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leó XIV, nývígður páfi, blessað listaverk íslensk-danska listamannsins Ólafs Elíassonar. Verkið er 20 þúsund ára gamall ísklumpur úr Grænlandsjökli.

Verkið var flutt til Rómarborgar í tilefni af umhverfisráðstefnunni Raising Hope for Climate Justice sem var sett á miðvikudag. Þangað mætti hinn nývígði bandaríski páfi, Leó XIV, og snart verkið með blessun þegar hann ávarpaði samkomuna.

„Hér er ekkert rými fyrir sinnuleysi eða uppgjöf,“ sagði Leó í ávarpinu. „Guð mun spyrja okkur hvort við höfum ræktað og annast heiminn sem hann skapaði, öllum til góða og fyrir komandi kynslóðir, og hvort við höfum annast okkar bræður og systur. Hvert verður svar okkar?“ spurði hann.

Ein fjölskylda á einni plánetu

Á ráðstefnunni eru um 500 fulltrúar, leiðtogar þjóða, trúarsafnaða og ýmissa samtaka. Markmiðið er að fara yfir það sem hefur verið gert í loftslagsmálum á undanförnum tíu árum, gera áætlanir um ný verkefni og útfæra þau.

„Við erum ein fjölskylda, með einn föður. Við búum á sömu plánetunni og verðum að hugsa um hana saman,“ sagði Leó. „Því ítreka ég ósk mína um samstöðu um mikilvæga vistfræði og um frið.“

Kjaftæði að umhverfislöggjöf hamli efnahag

Á meðal þeirra sem sóttu ráðstefnuna voru Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, sem flutti ávarp en hann hefur lengi beitt sér fyrir umhverfismálum. Sagði Schwarzenegger að það væri „algjört kjaftæði“ að ströng umhverfislöggjöf hamlaði efnahag ríkja og svæða.

Leó XIV páfi blessar verkið. Mynd/Getty

„Í dag er Kalifornía með ströngustu umhverfislöggjöf í Bandaríkjunum og við erum einnig á toppnum efnahagslega,“ sagði hann.

Látnir bráðna í borgum

Ísklumpurinn var fluttur beint frá Grænlandi í tilefni af ráðstefnunni. En hann er um 20 þúsund ára gamall.

„Elíasson lét flytja ísinn til Rómar á þessum merkilegu tímamótum með aðstoð jarðfræðingsins Minik Rosing,“ segir í tilkynningu stúdíós Ólafs. „Hann var sóttur úr firðinum Nuup Kangerlua eftir að hafa brotnað úr grænlensku jökulþekjunni og var við það að bráðna í hafið.“

Ólafur og Minik byrjuðu að vinna að umhverfislistaverkefni árið 2014 sem ber yfirskriftina Ice Watch. Hefur ísklumpum úr Grænlandsjökli verið komið fyrir á áberandi stöðum í stórborgum á borð við París, London og Kaupmannahöfn þar sem þeir bráðna hægt og bítandi. Á þetta að gera hlýnun jarðar áþreifanlega fyrir okkur.

„Þetta skýrir vísindaleg gögn fyrir okkur, svo við getum fundið fyrir þeim,“ sagði Ólafur um verkefnið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Newcastle
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester
Fréttir
Í gær

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“
Fréttir
Í gær

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sameiningarviðræðum HA og Bifrastar slitið eftir um tveggja ára þreifingar

Sameiningarviðræðum HA og Bifrastar slitið eftir um tveggja ára þreifingar