fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 14:30

Grímur Atlason Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og þjóðaröryggisráð er kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðjar að Íslandi hefur þetta sama ráð aldrei komið saman vegna ótímabærra dauðsfalla vegna geðræns vanda.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vekur athygli á þessu í pistli á vef Vísis og bendir á að samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hafi enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi.

„Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda,“ segir hann og á þar við sjálfsvíg og lyfjaeitranir. Á þessu sama tímabili dóu svo sautján Íslendingar, yngri en 18 ára, vegna geðheilsutengds vanda, 160 á aldrinum 18 til 29 ára og 234 á aldrinum 30-44 ára.

„Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda.“

Er þetta hin raunverulega ógn?

Grímur bendir á í grein sinni að frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til ársins 1991 hafi Sovétríkin verið helsta ógn okkar á vesturlöndum.

„Þegar kalda stríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli,“ segir hann.

En er þetta hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi? Grímur segir að svo sé ekki enda hafi 177 einstaklingar hér á landi dáið vegna geðheilsubrests á 10 ára tímabili.

„Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum,“ segir Grímur sem varpar frekara ljósi á þetta.

„Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ertu ekki búin að fá barnabætur í dag? – Þetta er ástæðan

Ertu ekki búin að fá barnabætur í dag? – Þetta er ástæðan