fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. október 2025 12:00

Frá Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í búi athafnamannsins Radoslav Cabak sem úrskurðaður var gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands þann 14. apríl 2025. Lýstar kröfur í búið námu um 174 milljónum króna en samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í vikunni fundust engar eignir í búinu.

Radoslav, sem skráður er með heimili á Akranesi, rak tvö einkahlutafélög frá Grindavík á árum áður, Grindslov ehf. og Langhóll ehf. en hið síðarnefnda var utan um litla útgerð.

Skattrannsóknarstjóri hóf síðan rannsókn á rekstri félaganna, sem þá höfðu bæði verið úrskurðuð gjaldþrota,  í byrjun árs 2020  vegna þess að brestur var á skilum af afdreginni staðgreiðslu og virðisaukaskatti.

Tæplega 70 milljón króna sekt

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að félögin höfðu vanrækt skýrsluskil og að standa skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda og innheimtum virðisaukaskatti á tilskildum tíma og um sumarið var  málinu vísað áfram til hérðassaksóknara sem gaf út ákæru í september.

Var Radoslav ákærður fyrir brot í rekstri félaganna tveggja og að ávinningurinn af brotunum hafi verið um 35 milljónir króna sem nýtt hafi verið í þágu félaganna og eftir atvikum hans eigin þágu.

Ári síðar, í september 2021, var Radoslav sakfelldur fyrir skattalagabrot. Hann hlaut tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og gert að greiða 69,7 milljóna kr. sekt til ríkissjóðs. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Í gær

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni