fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

Haraldur Ólafsson látinn – „Halli sigurvegari“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. október 2025 12:20

Úr myndinni Halli Sigurvegari frá árinu 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ólafsson, fatlaður maður sem gerð var heimildarmyndin „Halli sigurvegari“, er látinn 69 ára að aldri.

Árið 2016 var gerð heimildarmynd í tilefni af því að fjörutíu ár voru liðin frá stofnun Landsamtakanna Þroskahjálpar. Í myndinni, sem Páll Kristinn Pálsson gerði, var fjallað um hinn einstaka Harald og lífshlaup hans. En hún var meðal annars sýnd í Bæjarbíói og á RÚV.

Haraldur var hreyfihamlaður maður sem var á barnsaldri vistaður á Kópavogshæli. Þar dvaldist hann fram á fullorðinsár. Hann hafði ekki fullan mátt í útlimum og hafði ekki fulla stjórn á hreyfingunum. Vegna þessa var hann talinn greindarskertur þó að ekkert benti til þess.

Sjá einnig:

Halli sigurvegari – mynd sem snertir mann djúpt

„Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. En Halli er hæfileikaríkur og býr yfir óbugandi þrautseigju og kjarki, lífsvilja og skemmtilegheitum,“ segir á vef samtakanna.

Fluttist hann af Kópavogshæli og stundaði nám við rafiðnaðarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Einnig tók hann bílpróf sem breytti lífi hans mikið.

Haraldur lést á Hrafnistu þann 3. október. Útförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju þann 14. október klukkan 15.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði