Samkvæmt ákæru misnotaði hann aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar sem lést árið 2018.
Brotin voru framin á tímabilinu 3. júní 2019 til og með 25. apríl 2021. Alls var um að ræða sjö úttektir eða millifærslur, samtals að fjárhæð 40.303.203 krónur.
Maðurinn var einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa í júní 2019 látið leggja fimm milljónir króna inn á bankareikning dóttur sinnar í Arion banka og í apríl 2021 millifært rúmar 14 milljónir af eigin reikning yfir á annan reikning í sinni eigu.
Maðurinn, sem er rúmlega sjötugur, játaði sök fyrir dómi en hann hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi.
„Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar ákærða fyrir dómi og þess að langt er um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því horft að ákærði dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára, en þar að auki var manninum gert að greina verjanda sínum rúma milljón í þóknun.