Þar hafði bifreið verið ekið aftan á aðra bilaða í vegkanti. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að þungbúið hafi verið á vettvangi og skuggsýnt.
Sex voru í bifreiðunum tveimur, fjórir í annarri og tveir í hinni. Allir voru fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Egilsstaði. Ekki er vitað með alvarleika meiðsla þeirra á þessu stigi.