fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Hlaut dóm í heimalandinu eftir að hann flutti til Íslands – „Ég vona að þið rotnið öll í helvíti“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. október 2025 13:00

Bærinn Lurgan í Norður Írlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður írskur maður flutti til Íslands en var dæmdur í fjarvist í heimalandinu fyrir að áreita fyrrverandi unnustu sína. Hann þurfti hins vegar að svara til saka þegar hann fór heim til að sinna veikum föður sínum.

Greint er frá þessu á miðlinum Northern Ireland World.

Norður írskur maður að nafni Christopher Foye sem flutti til Íslands fyrir nokkrum árum síðan var dæmdur fyrir áreitni árið 2023 í fjarvist gagnvart fyrrverandi unnustu sinni. Eftir að hann sneri heim til að sinna föður sínum var refsingin ákveðin og lagt á hann nálgunarbann.

Foye, sem er 42 ára, hafði játað brot sitt. Kemur fram að hann hafi sent skilaboð á Facebook Messenger í tvígang í september árið 2022 þegar hann hafi verið í nálgunarbanni og þar með gerst sekur um áreitni.

Ógnandi skilaboð

Annars vegar sendi hann skilaboð þann 13. september á nágranna fyrrverandi unnustu sinnar, sagðist vera faðir barna þeirra og spurði hvernig þau hefðu það. Þremur dögum seinna sendi hann skilaboð á mág hennar þar sem sagði meðal annars:

„Skemmtið ykkur í brúðkaupinu. Mig hlakkar til þess að heyra um brúðkaupsræðurnar. Ég vona að þið rotnið öll í helvíti.“

Átti það þá við um brúðkaup fyrrverandi unnustunnar sem varð mjög óttaslegin eins og saksóknari greindi frá.

„Hún vissi ekkert hvernig sakborningurinn vissi um athöfnina þar sem hann hafði ekki aðgang að samfélagsmiðlum hennar, vina hennar eða fjölskyldu,“ sagði saksóknarinn. Einnig að Foye hafi ítrekað reynt að áreita hana í gegnum vini, fjölskyldumeðlimi og samstarfsfólk.

Einstakt tækifæri á Íslandi

Foye var fundinn sekur um áreitni í júní mánuði árið 2023 en þá var hann hins vegar farinn úr landi. Að sögn verjanda hans hafði Foye fengið atvinnutilboð á Íslandi á meðan réttarhöldunum stóð.

„Honum fannst allt ferlið vera að ganga mjög hægt og ákvað að fara og taka atvinnutilboðinu þar sem þetta var einstakt tækifæri,“ sagði verjandinn.

Veikindi föður

Þrátt fyrir að hafa hlotið dóminn hefur Foye ekki snúið aftur til Norður Írlands fyrr en í ágúst á þessu ári. En það gerði hann vegna þess að faðir hans, sem er 86 ára gamall, varð mjög veikur.

„Faðir hans hneig niður þann 8. ágúst. Herra Foye hafði samband við lögregluna og neyðarlínuna vitandi að hann yrði handtekinn en hann hafði áhyggjur af föður sínum og hafði þá ábyrgð að sjá um hann,“ sagði verjandinn.

Fimm mánaða skilorð og nálgunarbann

Sagði hann að samskipti Foye og fyrrverandi unnustu hans hefðu róast mikið á þessum þremur árum. Hann væri nú kominn í annað langtímasamband og hefði engan áhuga á að hafa samband við hana.

Einnig að Foye, sem starfi sem suðumaður, hafi tækifæri til þess að snúa aftur til Íslands og halda áfram störfum. Hann hafi lent í fjárhagsörðugleikum með húsnæðislán sitt og endurgreiðsluplanið sem hann hafi samið um velti á því að hann geti starfað. Var því óskað eftir mildun dóms.

Héraðsdómarinn minnti hann hins vegar á að það að brjóta á fyrirmælum dómstóla sé alvarlegt mál. Hlaut Foye því fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og nálgunarbann gegn fyrrverandi unnustu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rúnar Hroði þakklátur – „Þið björguðuð lífi mínu alveg klárlega“

Rúnar Hroði þakklátur – „Þið björguðuð lífi mínu alveg klárlega“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Í gær

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg
Fréttir
Í gær

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“