fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Eddu Falak stefnt fyrir dóm

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 12:56

Edda Falak - Skjáskot úr Fréttavaktinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur á milli fjölmiðla- og baráttukonunnar Eddu Falak og fyrrum vina hennar,  Davíðs Goða Þorvarðarsonar og Fjólu Sigurðardóttur, um hlaðvarpið Éigin konur eru á leiðinni fyrir dóm. Davíð Goði og Fjóla hafa stefnt Eddu og er fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta fimmtudag.

RÚV greinir frá þessu.

Eins og DV greindi frá í ágúst 2023 sakaði Davíð Goði Eddu um að hafa beinlínis stolið hlaðvarpinu af honum og Fjólu. Davíð Goði sá upphaflega um alla tæknivinnu og Edda og Fjóla höfðu saman umsjón með hlaðvarpinu fyrst um sinn en síðan tók Edda ein við umsjóninni. Eigin konur vakti mikla athygli en þar mátti heyra hispurslausar frásagnir kvenna af ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir, ekki síst af hálfu karlkyns maka sinna. Um var að ræða áskriftarhlaðvarp og fjöldi áskrifenda töluverður þegar mest var. Margt bendir til að tekjur af Eigin konum hafi skipt milljónum króna og sagði Davíð Goði að hann og Fjóla hefðu ekki fengið krónu af þessum peningum:

Davíð Goði sakar Eddu Falak um að hafa svikið sig um milljónir – „Við Fjóla höfum ekki séð krónu. Ekki eina“

Í frétt RÚV er haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni lögmanni Davíðs Goða og Fjólu að reynt verði að ná samkomulagi um uppgjör vegna tekna af Eigin konum áður en lengra verði haldið með málið.

Davíð Goði greindi einnig frá því 2023 að vinslit hefðu orðið milli hans og Fjólu annars vegar og Eddu hins vegar vegna deilnanna um Eigin konur.

Enn seld áskrift

Hlaðvarpið vakti mikla athygli og umtal í nokkur misseri og var Edda um tíma töluvert í sviðsljósinu og mátti sæta töluverðum árásum.

Edda hóf á endanum samstarf við Heimildina um Eigin konur en framleiðslu þáttanna var loks hætt og Edda var ráðin sem blaðamaður á fjölmiðlinum. Hún hætti að lokum störfum eftir að upp komst að hún hafði ekki sagt satt um störf sín í dönsku viðskiptalífi.

Nýjasti þátturinn af Eigin konur er frá árslokum 2022 en athygli vekur að enn er hægt að kaupa áskrift að þáttunum en Edda setti inn færslu á Patreon-síðu hlaðvarpsins, árið 2023, þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að vera áskrifandi til að hafa aðgang að þáttunum í heild sinni, í gegnum síðuna. Fjöldi áskrifenda er hins vegar ekki sýnilegur eins og oftast er hjá þeim sem selja áskriftir í gegnum Patreon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“