fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Fréttir

Bryggjan brugghús komið á sölu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingahúsnæði við Grandagarð 8 í Reykjavík er komið í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Veitingastaðurinn Bryggjan brugghús var síðast rekinn í húsnæðinu, en DV greindi frá því föstudaginn fyrir viku að búið væri að skella í lás á staðnum.

Sjá einnig: Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Fasteignin er 899,7 fm og var húsnæðið byggt árið 1947. Fasteignamat er 348.850.000 kr. og er óskað eftir tilboði.

Hægt er að ganga inn í húsnæðið frá Grandagarði að framanverðu en einnig er hægt að ganga inn frá austurhlið hússins sem er beint á móti höfninni en þar er líka útisvæði með stórum timburpalli.

Í nánari lýsingu á eigninni segir að komið er inn í flísalagt anddyri. Stór bar er fyrir miðju og til hliðar er veitingasalur og þar eru í dag bruggtæki en staðurinn er meðal annars þekktur fyrir að brugga sinn eigin bjór. Bak við barinn er fullbúið eldhús og kælar. Meðfram suðurhlið hússins er veitingasalur sem er með gluggum sem snúa út að bryggjunni og þar fyrir utan er útisvæði með stórum timburpalli. Staðurinn er fallega innréttur með vönduðum innréttingum. 

Húsnæðið hefur verið í leigu en leigusamningur er útrunninn og húsnæðið því laust til afhendingar fyrir kaupanda við kaupsamning. Öll tæki og búnaður sem er til staðar í húsnæðinu getur fylgt með í kaupunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýna rannsókn lögreglu á alvarlegri líkamsárás á Þjóðhátíð

Gagnrýna rannsókn lögreglu á alvarlegri líkamsárás á Þjóðhátíð
Fréttir
Í gær

Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar

Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar
Fréttir
Í gær

Ódýrast vikunnar hjá Bónus skilað yfir 300 milljóna sparnaði fyrir íslensk heimili

Ódýrast vikunnar hjá Bónus skilað yfir 300 milljóna sparnaði fyrir íslensk heimili
Fréttir
Í gær

Ómar Bragi fengið nóg: „Ömurlegt að heyra í fullorðnu fólki tala svona“

Ómar Bragi fengið nóg: „Ömurlegt að heyra í fullorðnu fólki tala svona“
Fréttir
Í gær

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag
Fréttir
Í gær

Alfreð var ekki skemmt: „Svo opna ég og þá eru bara fimm lögreglumenn fyrir utan“

Alfreð var ekki skemmt: „Svo opna ég og þá eru bara fimm lögreglumenn fyrir utan“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af „trylltum“ manni

Lögregla hafði afskipti af „trylltum“ manni