fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Íslensku strákarnir úr leik en gráti næst yfir stuðningnum – Myndband

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. september 2025 16:44

Styrmir Snær Þrastarson landsliðsmaður virtist djúpt snortinn yfir þeim mikla stuðningi sem íslenska liðið fékk í lok leiks, þrátt fyrir stórt tap. Mynd: Skjáskot/ Facebook síða FIBA- Europe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur lokið keppni í lokakeppni Evrópumótsins en lið tapaði lokaleik sínum stórt á móti Frakklandi fyrr í dag. Liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu, flestum naumlega og sumum á mjög ósanngjarnan hátt. Íslenskir stuðningsmenn sem mætt hafa á leiki liðsins, í Póllandi þar sem riðill Íslands fór fram, hafa stutt allan tímann dyggilega við bakið á liðinu. Það breyttist ekkert í lok leiks í dag. Íslensku áhorfendurnir sungu eins og hefð er fyrir á landsleikjum lagið Ég er kominn heim og leikmennirnir stóðu á vellinum og voru augljóslega afar þakklátir og svo djúpt snortnir yfir stuðningnum að á sumum mátti nánast sjá tár á hvarmi.

Þetta má sjá í stuttu myndbandi sem birt ert á Facebook-síðu FIBA-Europe, Körfuknattleikssambands Evrópu. Íslensku stuðningsmennirnir og íslenska liðið hafa náð að heilla marga í evrópskum körfubolta og ljóst er að söknuðurinn eftir þeim úr keppninni verður mikill eða eins og stendur í texta sem fylgir  færslunni með myndbandinu:

„Hver er að skera laukinn?“

Myndbandið er greinilega tekið úr sjónvarpsútsendingu en þulirnir hrósa íslenska liðinu fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þeir minna á að Ísland sé fámennasta landið til að vera með lið í lokakeppni EM og hafi verið óheppið að vinna ekki a.m.k. einn leik á mótinu. Þulirnir minna líka á að Ísland hafi verið hársbreidd frá því að komast í heimsmeistarakeppnina árið 2023 og telja vel mögulegt að það takist í næstu heimsmeistarakeppni sem fram fer árið 2027. Við skulum vona að sú spá rætist.

Myndbandið tilfinningaríka má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Í gær

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Í gær

Bandarískur læknir lofar íslenska heilbrigðiskerfið – „Dásamleg upplifun“

Bandarískur læknir lofar íslenska heilbrigðiskerfið – „Dásamleg upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með viðvarandi einkenni í kjölfar bílslyss en alltaf send heim – Loks greind með MS en fullyrt að engin mistök hafi verið gerð

Með viðvarandi einkenni í kjölfar bílslyss en alltaf send heim – Loks greind með MS en fullyrt að engin mistök hafi verið gerð