fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 15:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.

„Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan í appinu, en þar sem ég fékk enga tilkynningu um vinning eftir útdráttinn spáði ég ekkert frekar í því. Þess vegna kom símtalið frá starfsmanni Íslenskrar getspár á mánudagsmorgni mér algjörlega í opna skjöldu,“ er haft eftir vinningshafanum.

Vinningurinn kemur á afar hentugum tíma, þar sem hún er nýlega farin út í sjálfstæðan rekstur og hefur tekjustreymið því tekið breytingum. Hún segir að vinningurinn veiti henni aukið öryggi og svigrúm á þessum nýja kafla í lífinu.

Aðspurð um tölurnar segir hún að hún velji alltaf fyrstu röðina sjálf, en leyfi svo appinu að velja restina. „Það var einmitt ein af sjálfvalsröðunum sem skilaði vinningnum,“ segir hún og brosir.

Það eina sem er þegar ákveðið er að maðurinn hennar á ferð til Tenerife inni: „Við gerðum samkomulag á laugardeginum – ef hann myndi vinna myndi hann bjóða mér, og ef ég myndi vinna myndi ég bjóða honum. Það eina sem er 100% ákveðið núna er að hann á ferð til Tenerife inni!“

Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem fyrsti vinningur gengur út, því fyrir síðustu helgi kom annar vinningshafi í heimsókn til Íslenskrar getspár – kona um sextugt sem hafði unnið rúmar 9,2 milljónir króna í Lottó vikuna á undan. Hún hafði keypt miðann sinn á N1, Vesturbraut á Höfn í Hornafirði. Hún var ólýsanlega glöð og mátti sjá nokkur gleðitár falla um leið og hún afhenti vinningsmiðann.

Við óskum vinningshöfunum báðum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“