fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. júlí 2025 21:30

Frá Þjóðhátíð í Eyjum fyrir nokkrum árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er útlitið á mánudagskvöldi, næstum viku fyrir tímann, og það er óáreiðanlegt, ýmislegt getur gerst í millitíðinni og það gerir það nú býsna oft,“ segir Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, en hann eins og fleiri spáir blautri og vindasamri verslunarmannahelgi um allt land.

„En eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að það verði suðaustan slagveðursrigning á laugardaginn um stærstan hluta landsins. Það er frekar hvasst í þessu og töluvert mikil rigning, það mikið að það rignir líklega eitthvað í öllum landshlutum en mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Svo eftir þessu, síðla dags, kemur suðvestanátt með skúraveðri, frekar svölu veðri.“

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði.

„Á sunnudag og mánudag lítur út fyrir að hann verði suðlægur og það verði vætusamt nokkuð víða um land, þó mest sunnanlands og vestan. Ég ætla alls ekki að lofa þurru á norður- og austurlandi, alls ekki, það verður hins vegar líklega að jafnaði hlýjast á norðausturlandi og síst væta á þeim slóðum.“

Haraldur ítrekar að spáin geti breyst þegar nær dregur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“