fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 16:30

Morgunblaðið hefur skýrt tekið það fram að Ísland sé enn þá umsóknarríki þrátt fyrir bréfasendingu Gunnars Braga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri, segir merkilegt að það komi flatt upp á Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild sé talin gild. Morgunblaðið hafi verið duglegt að upplýsa landsmenn um að umsóknin sé í gildi og að Ísland sé umsóknarríki.

Þetta segir Ólafur í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Vísar hann til pistils Björns Bjarnasonar í Morgunblaði dagsins. Þar segir:

„Frá því var óvænt skýrt í fréttum ríkisútvarpsins (RÚV) 15. janúar 2025 að ESB liti á Ísland sem sofandi umsóknarríki.“

Í leiðara sama blaðs síðastliðinn þriðjudag hafi sagt:

„Þegar sú niðurstaða varð að „samningaviðræðum“ lauk komu upp efasemdir um það, hvort samningum Íslands og ESB hefði lokið eða ekki. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var fullvissaður um það af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og sambandsins að bréfið frá honum fæli í sér að umsóknin hefði verið dregin til baka. En nú, áratugum síðar, mun hafa fundist „formgalli“ sem enginn veit hver týndi, og forystumenn ESB hefðu ákveðið að segja engum frá nema íslenskum til háðungar en nota mætti þessa skröksögu í sendiráðsveislum í Brussel, sem ættu enn bikar yfir leiðinlegustu sendiráðsfyndni allra tíma.“

Þetta kemur Ólafi á óvart. Það er að Björn og leiðarahöfundur Morgunblaðsins séu svona gáttaðir.

„Mér finnst svolítið merkilegt að það skuli koma svona flatt upp á Björn og leiðarahöfundinn að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn talin í gildi og Ísland umsóknarríki, vegna þess að Morgunblaðið (sem ég geri ráð fyrir að þeir lesi báðir) hefur allt frá því að Gunnar Bragi sendi bréfið umtalaða, verið duglegt að upplýsa landsmenn um að umsóknin sé í gildi og Ísland sé umsóknarríki,“ segir Ólafur.

Rifjar hann upp að í sömu viku og bréfið umrædda var sent, 14. mars árið 2015, hafi forsíðufyrirsögn Morgunblaðsins hljóðað svo:

„Ísland áfram umsóknarríki“

Í fréttaskýringu innar í blaðinu hjá blaðamanninum Baldri Arnarssyni hafi verið farið vel yfir málið undir fyrirsögninni:

„Bréf Gunnars Braga breytir ekki stöðu Íslands.“

„Mogginn var sem sagt með „formgallann“ á hreinu nokkrum dögum eftir sendingu bréfsins, það tók ekki „áratugi“ að finna út úr málinu,“ segir Ólafur í færslu sinni.

Þá rifjar hann einnig upp grein í sama blaði, frá 18. maí árið 2019 sem skrifuð var af blaðamanninum Hirti J. Guðmundssyni. Niðurlag greinarinnar hljóðaði svo:

„Miðað við það sem hér hef­ur verið rakið er ljóst að um sam­dóma álit Evr­ópu­sam­bands­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Íslands er að ræða þess efn­is að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið, sem send var til for­ystu­manna þess af þáver­andi rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna sum­arið 2009, hafi ekki verið dreg­in form­lega til baka held­ur hafi ein­ung­is verið gert hlé á um­sókn­ar­ferl­inu. Enn­frem­ur að það er staðföst og margít­rekuð afstaða Evr­ópu­sam­bands­ins að um­sókn­in sé enn til staðar.“

„Af hverju ætli þessi staða málsins, sem hefur legið fyrir lengi, sé núna svona „óvænt“ „áratugum síðar“ fyrir þá Björn og Davíð?“ spyr Ólafur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd