fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Fundu flöskuskeyti sem hafði borist yfir norðurpólinn til Húsavíkur – „Þetta er ótrúlegt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 17:30

Kanadískir vísindamenn sendu flöskuna. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á vegum húsvísku hafverndunarsamtakanna Ocean Missions fundu flöskuskeyti á ströndinni sem hafði borist yfir norðurpólinn. Glerflaskan hafði velskt í sjónum í næstum fjögur ár.

„Þetta er ótrúlegt,“ segir Belén Garcia Ovide, stofnandi og verkefnastjóri samtakanna. En flöskuskeytið fannst fyrr í sumar við strandhreinsun austan við Lundey á Skjálfanda. „Við fundum þessa glerflösku og í flöskunni var bréf. Við hjá Ocean Missions hreinsum ströndina í hverri viku á sumrin. Við reynum að verja svæðið hérna á Norðausturlandi vegna hins líffræðilega fjölbreytileika hér,“ segir hún.

Flaskan var glerflaska og inni í henni var bréf merkt Fiskveiði og hafrannsóknarstofnun Kanada í fylkinu Bresku Kólumbíu á vesturströnd landsins. Óskað var eftir því að sá sem myndi finna flöskuna svaraði spurningum og sendi til stofnunarinnar. Það gerðu Belén og félagar og fengu svar.

Næstum 4 ár í sjónum

Kom í ljós að flaskan hafi farið ótrúlega langa leið og verið lengi í sjónum. Það er hátt í fjögur ár.

Leiðin sem talið er líklegt að flaskan hafi farið . Mynd/aðsend

„Hún hefur komið mjög langt að, segir Belén. En flaskan var ein af 48 flöskum sem settar voru í sjóinn við Beringssund, norðan við Alaska fylki í Bandaríkjunum, í september mánuði árið 2021. Hafði hún því verið í sjónum í að minnsta kosti 3 ár og 8 mánuði.

Teiknuð var upp sennileg leið sem flaskan hafi farið miðað við hafstrauma á norðurslóðum. Flaskan hafi fyrst borist norður í átt að pólnum, en þaðan farið samferða hafís suður á bóginn Atlantshafsmegin með austurgrænlandsstraumnum til Íslands.

Ferðin hefur líklega verið um 9200 kílómetrar sem þýðir að flaskan hefur farið að meðaltali um 6,8 kílómetra á dag.

Mikill hraði

Í bréfinu frá Kanadamönnunum kom fram að þetta sé mjög mikill hraði. Það er miðað við þær rannsóknir á reki sem gerðar voru á níunda áratug síðustu aldar. Ljóst sé að hlutir komist hraðar yfir pólinn en á síðustu öld.

Oean Missions við strandhreinsun á Húsavík. Mynd/aðsend

Belén segir að þeir hafi verið mjög þakklátir fyrir upplýsingarnar um hvar og hvenær flaskan hefði fundist. Þær væru mjög nytsamlegar í þeirra vísindarannsóknum.

„Þau báðust líka afsökunar fyrir að hafa látið okkur taka til þeirra vísinda rusl af ströndinni,“ segir hún kímin.

Rannsaka og vernda

Ocean Missions eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 2019 og eru með höfuðstöðvar á Húsavík. Samtökin, sem voru stofnuð af hópi vísindamanna og sæfarenda, hafa þann tilgang að vernda hafið og lífríkið í því.

Mikið rusl rekur á fjörur. Mynd/aðsend

Samtökin hafa stundað rannsóknir á hafinu, svo sem á örplasti, hvölum og sjófuglum. En einnig vinna þau að því að fræða fólk um mikilvægi og verndin hafsins. Frá árinu 2019 hafa samtökin verið með samning við Umhverfisráðuneytið um strandhreinsun og eru með net sjálfboðaliða sem sinna því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“