fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Heilsuátak fyrir börn í Latabæjarleik

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni 30 ára afmælis Latabæjar hófst í dag stórt heilsuátak undir nafninu Íþróttanammi, sem miðar að því að auka neyslu barna á ferskum ávöxtum og grænmeti. Átakið hófst við verslun Bónus í Kauptúni í gær. Um 35 börn og 10 kennarar úr leikskólanum Urðarhóli tóku þátt í fyrsta Latabæjarleiknum. Björn Skúlason, maki forsetans og heilsukokkur, klippti á borðann og setti leikinn auk þess sem hann stóð á höndum við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson var á staðnum og hvatti þátttakendur áfram.

Leikurinn gengur út á að borða hollt og fá orkustig fyrir afrekið. Börnin byrja á því að koma í verslanir Bónus, Hagkaups eða Olís. sem eru styrktaraðilar að átakinu, og versla ávexti og grænmeti og fá stig  eftir hversu mikið af hollustu þau kaupa. Börnin fá orkustigin stimpluð og fá plakat, límmiða og verðlaun. 

,,Við í Latabæ leggjum mikla áherslu á farsæld barna. Frá upphafi hefur markmið okkar verið að hvetja börn til að tileinka sér hollan lífsstíl og gera heilbrigðan kost að aðlaðandi vali. Starfsemi okkar hófst á Íslandi, en hefur síðan náð til barna og fjölskyldna víðs vegar um heiminn. Það verður að segjast eins og er að heilsuástand barna á Íslandi er áhyggjuefni,segir Magnús Scheving, eigandi Latabæjar.

Fyrr á árinu vakti Embætti landlæknis athygli á mikilvægi þess að auka neyslu barna á grænmeti og ávöxtum. Í kjölfarið lagði heilbrigðisráðherra áherslu á að gera hollan valkost að þeim auðveldasta.

,,Í ljósi þessa ákalls ákváðum við að bregðast strax við og þróa lausn sem gerir grænmeti og ávexti að spennandi og aðgengilegum valkosti fyrir börn. Lausnin felst í samstarfi við stærstu smásala landsins og snýst um að kynna hollar matvörur á áhugaverðan og skemmtilegan hátt,“ segir Magnús.

Átakið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og Heilbrigðisráðuneytið. Hluti af ágóða verkefnisins rennur í Styrktarsjóð Latabæjar, sem hefur það að markmiði að efla hreyfingu og heilbrigði barna. Íþróttanammið fæst í öllum verslunum Bónus, Hagkaups og Olís. Þá hefur verið komið fyrir sérstökum gróðurhúsum með ávöxtum fyrir börnin í völdum verslunum. Bananar sjá um að pakka og dreifa ávöxtunum.

Í yfir 30 ár hafa börn og foreldrar í 170 löndum fylgst með Latabæ. Þættirnir hafa hlotið fjölda tilnefninga og meðal annars unnið hin virtu BAFTA-sjónvarpsverðlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“