fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Fann dularfullt flöskuskeyti í Viðey – Sagt vera frá árinu 1993

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júní 2025 15:00

Skeytið er mjög ljóðrænt. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fann dularfullt flöskuskeyti í Viðey – Sagt vera frá árinu 1993

Útlenskur maður greinir frá því að hafa fundið meira en 30 ára gamalt flöskuskeyti í Viðey. Í skeytinu er fallegt ljóð.

Maðurinn greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Bréfið er ljóðrænt svo ekki sé meira sagt. Í því stendur:

„Elsku þú, sem hjarta mitt kallar á, þegar nóttin fellur og stjörnurnar þegja, hvílir nafn þitt þungt á vörum mínum. Þú veist það ekki kannski mundu aldrei vita en þú ert eldurinn sem heldur mér á lífi. Loginn sem brennur í gegnum þögnina sem umlykur mig.

Ég horfi á þig úr fjarlægð, með hjartað í höndunum, falið bak við augnaráð sem þú tekur ekki eftir. Ég hræðist að elska þig, og samt geri ég það með hverju andartaki, með hverri taug, með hverri ör sem lífið hefur skilið eftir.

Segðu mér, getur einhver lifað svona lengi með svona djúpa þrá? Eða er það bara ég sem log í óvissu, óskilgreindri von? Ef þú gætir fundið hjartsláttinn minn, myndirðu heyra nafn þitt.

Þín alltaf, aldrei enginn.

Hringdu í mig ef þú finnur þetta.“

Fyrir númerabreytinguna

Bað maðurinn um og fékk þýðingu á ensku á bréfinu. Skeytið er sagt frá árinu 1993 og á því var skrifað símanúmer sem finnanda var bent á að hringja í 7 stafa símanúmer, sem hann máði yfir. Árið 1993 var hins vegar allt annað símanúmerakerfi á Íslandi en nú er. Það er árið 1995 voru símanúmer lengd í 7 stafi.

Bendir þetta til þess að skeytið sé ekki svona gamalt. Sem og að á flöskunni var „best fyrir“ dagsetning árið 2026.

„Mig grunar að skeytið hafi ekki komist mjög langt eða verið þarna í langan tíma,“ sagði maðurinn.

Er hann hvattur til þess að hringja í númerið. „Þú ættir að hringja í þetta númer. Ég gerði þetta einu sinni og elskaði það,“ segir einn í athugasemdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi