fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Rússar lokka börn með peningum – Nota þau til hryðjuverka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. maí 2025 03:11

Pútín hefur margt á samviskunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar beita börn og ungmenni þrýstingi, blekkja þau og lokka til að stunda njósnir, skemmdarverk og meira að segja hryðjuverk og þróunin er bara í eina átt segja úkraínsk samtök.

Í Ivano-Frankivs, í suðvesturhluta Úkraínu, bjuggu tveir unglingar til tvær sprengjur. Önnur sprakk í íbúðinni, þar sem þeir bjuggu þær til, en hin sprakk þegar þeir reyndu að koma henni fyrir í bænum.

Annar unglingurinn lést og hinn missti annan fótinn. Málum af þessu tagi fer fjölgandi að sögn úkraínsku leyniþjónustunnar SBU og margra úkraínskra samtaka. Segja þau að Rússar lokki sífellt fleiri úkraínsk börn til liðs við sig.

„Þeir komast í samband við börnin á samfélagsmiðlum. Þeir byrja á að láta þau fá einfalt verkefni,“ segir Iryna Pusjtjuk, aðgerðarstjóri hjá samtökunum Dignity Online, að sögn Jótlandspóstsins.

Hún sagði að síðan stigmagnist verkefnin. Rússarnir hóti börnunum, blekki þau og lokki með peningum til að taka að sér ýmis verkefni. Verkefnin geta verið allt frá því að vera nokkuð meinlaus upp í að snúast um njósnir og lífshættuleg afbrot eða um veggjakrot og skemmdarverk.

Pusjtjuk nefndi einnig pilt sem var við að sogast í þjónustu Rússa. Hann var sendur í búð til að taka myndir af vörunum í hillunum. Þegar hann kom heim, sendu þeir honum smávegis pening og spurðu síðan hvort hann gæti farið og tekið myndir af opinberum byggingum. Pilturinn var hins vegar vel á verði og áttaði sig á að hér var eitthvað óeðlilegt á seyði og gerði foreldrum sínum viðvart.

Málið frá Ivano-Frankivsk, þar sem annar pilturinn lést og annar missti fót, sýnir vel hversu fagmannlega Rússar fara að þessu. Úkraínska lögreglan segir piltarnir, 15 og 17 ára, hafi fundið vinnu í gegnum skilaboðaþjónustuna Telegram.  Þeir fengu peninga til að leigja íbúð nærri lestarstöðinni, leiðbeiningar og loforð um meiri peninga. SBU segir að sprengjurnar, sem þeir bjuggu til, hafi verið útbúnar sem hitabrúsar og hafi verið stýrt með fjarstýringum.

Piltarnir höfðu virkjað sprengjurnar, gert þær klárar til að vera sprengdar, en SBU segir að rússnesku útsendararnir hafi sprengt aðra þeirra þegar piltarnir voru að flytja hana á milli staða.

Kyiv Independent skýrði frá því fyrr á árinu að 22% af öllum þeim Úkraínubúum, sem Rússar ráða til starfa, séu börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að