fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Svakalegt myndband frá Bangkok sýnir þegar háhýsi hrundi til grunna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 reið yfir í Mjanmar í morgun og fundu íbúar í Taílandi einnig vel fyrir skjálftanum. Í Bangkok léku byggingar á reiðiskjálfi og hrundi eitt háhýsi sem var í byggingu til grunna eins og myndbandið hér að neðan ber með sér.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bangkok vegna ástandsins en skemmdir eru sagðar hafa orðið á mörgum byggingum og innviðum. Eftirskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir tólf mínútum eftir stóra skjálftann.

Moska í borginni Mandalay í Mjanmar, skammt frá upptökum skjálftans, hrundi til grunna og eru að minnsta kosti tíu einstaklingar sagðir hafa látist.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í höfuðborg landsins, Naypyidaw, og er óttast að þar hafi margir látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg