fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 07:02

Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarasamband Íslands skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið og er verkföllum sambandsins þar með aflýst. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á næstu dögum.

Í tilkynningu á vef Kennarasambandsins kemur fram að Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélag Íslands (SÍ) hafi seint í gærkvöldi gengið frá frá sameiginlegum samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar, í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Samningar FF og FS við ríkið runnu út 31. mars 2024 og samningar FG, FL, FSL, FT og SÍ við sveitarfélögin runnu út 31. maí það ár. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast til 31. mars 2028 með breytingum samkvæmt innanhústillögu ríkissáttasemjara.

Kjarasamningur verður kynntur á næstu dögum og hann borinn undir atkvæði félagsfólks. Nánara fyrirkomulag verður kynnt innan skamms. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 4. mars næstkomandi.

Í tilkynningunni kemur fram að af þessu leiði að öllum fyrirhuguðum og yfirstandandi verkföllum Kennarasambandsins hefur verið aflýst. Félagsmenn KÍ sem starfa í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Tónlistarskóla Akureyrar hafa verið í verkfalli frá 21. febrúar. Félagsmenn KÍ í Leikskóla Snæfellsbæjar hafa verið í verkfalli frá 1. febrúar.

Einnig höfðu verið boðuð ótímabundin verkföll í leikskólum í sveitarfélögunum Kópavogi, frá 3. mars, Hafnarfjarðarkaupstað, frá 17. mars og Fjarðabyggð frá 24. mars og tímabundin verkföll í grunnskólum í sveitarfélögunum Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi, 3. mars, sem einnig er aflýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu